Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 80

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 80
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: son), er áður hafði verið aðstoðarmaður í utanríkisráðu- neytinu og við sendiráð Islands í London. 18. nóv.—Aldarafmælis dr. Jóns Bjarnasonar minnst við kvöldguðsþjónustu í Fyrstu lúterska kirkju í Winni- peg. Séra Runólfur Marteinsson flutti minningarræðuna, en séra Valdimar J. Eylands, sóknarpresturinn, stýrði guðsþjónustunni. 23. nóv.—Við bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg var Victor B. Anderson endurkosinn í bæjarstjórn og séra Philip Pétursson í skólaráð. Nóv,—Blaðafréttir skýra frá því, að ungur námsmaður af íslenzkum ættum, Stuart Houston frá Yorkton, Sask. (sonur dr. Clarence Houston og dr. Siggu Christianson Houston, dóttur Mr. og Mrs. Geir Christianson, er lengi bjuggu í grend við Wynyard) hafi hlotið heiðurs-pening Landstjórans í Canada fyrir óvenjulega námshæfileika og ástundun; lauk hann nýlega 12. bekkjar prófi með ágætiseinkunn á miðskólanum í Yorkton og hafði einnig tekið mikinn þátt og staðið framarlega í félagsmálum skólasystkina sinna. Nóv.—Birgir Halldórsson tenórsöngvari kom úr söng- för sinni til Islands, en þar hafði hann dvalið frá því snemma sumars, og haldið söngsamkomur á vegum Tón- listarfélagsins bæði nokkrum sinnum í Reykjavík og á ýmsum stöðum út um land, við mikla aðsókn og ágætar undirtektir. Hann heldur áfram söngnámi sínu í New York. Nóv.-des.—Um þau mánaðamót lagði Guðmundur Daníelsson rithöfundur af stað heimleiðis til Islands eftir víðtækt ferðlag um Bandaríkin til þess að kynna sér bók- menntir og menningu í landi þar. Hann heimsótti einnig byggðir Islendinga á ýmsum stöðum vestan hafs, svo sem í Norður-Dakota, Nýja Islandi og Winnipeg, og flutti ávörp og las upp kvæði sín á samkomum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.