Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Side 80
80
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
son), er áður hafði verið aðstoðarmaður í utanríkisráðu-
neytinu og við sendiráð Islands í London.
18. nóv.—Aldarafmælis dr. Jóns Bjarnasonar minnst
við kvöldguðsþjónustu í Fyrstu lúterska kirkju í Winni-
peg. Séra Runólfur Marteinsson flutti minningarræðuna,
en séra Valdimar J. Eylands, sóknarpresturinn, stýrði
guðsþjónustunni.
23. nóv.—Við bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg var
Victor B. Anderson endurkosinn í bæjarstjórn og séra
Philip Pétursson í skólaráð.
Nóv,—Blaðafréttir skýra frá því, að ungur námsmaður
af íslenzkum ættum, Stuart Houston frá Yorkton, Sask.
(sonur dr. Clarence Houston og dr. Siggu Christianson
Houston, dóttur Mr. og Mrs. Geir Christianson, er lengi
bjuggu í grend við Wynyard) hafi hlotið heiðurs-pening
Landstjórans í Canada fyrir óvenjulega námshæfileika
og ástundun; lauk hann nýlega 12. bekkjar prófi með
ágætiseinkunn á miðskólanum í Yorkton og hafði einnig
tekið mikinn þátt og staðið framarlega í félagsmálum
skólasystkina sinna.
Nóv.—Birgir Halldórsson tenórsöngvari kom úr söng-
för sinni til Islands, en þar hafði hann dvalið frá því
snemma sumars, og haldið söngsamkomur á vegum Tón-
listarfélagsins bæði nokkrum sinnum í Reykjavík og á
ýmsum stöðum út um land, við mikla aðsókn og ágætar
undirtektir. Hann heldur áfram söngnámi sínu í New
York.
Nóv.-des.—Um þau mánaðamót lagði Guðmundur
Daníelsson rithöfundur af stað heimleiðis til Islands eftir
víðtækt ferðlag um Bandaríkin til þess að kynna sér bók-
menntir og menningu í landi þar. Hann heimsótti einnig
byggðir Islendinga á ýmsum stöðum vestan hafs, svo
sem í Norður-Dakota, Nýja Islandi og Winnipeg, og flutti
ávörp og las upp kvæði sín á samkomum.