Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 36

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 36
32 inn og allar lífsáhyggjur. Að öðru leyti fór þvi fjarri að lrann væri einrænn í skapi og ómannhlendinn, því hann var miklu fremur fuHur ljúfmensku og mannást- ar, örlyndur og hlátt áfram og hezti félagsmaður þegar því var að skipta; hann varistuttu máli eins eiskuverð- ur í umgengni, eins og hann var virðingarverður í vís- 4 indanna lieimi. Svo sem að likindum ræður, fór hann liann ekki á mis við mannvirðingar eptir að liann varð frægur um allan heim, en slikt yrði of langt að telja. Síðustu ár æfi sinn- ar var hann mjög svo vangæfur með lieilsu, en sinti þó vísindalegum störfum þangað til fám dögum fyrir andlát- ið. Andlátsdagur hans var 19. apr. 1882, og 25. s. m. var hann greptraður i Wcstminster-ábbey skamt frá legst-að Newtons og rétt við hliðina á gröf stjörnufræðingsins Herschels. Sem visindamaður var D. ekki hundinn við neina ein- staka grein náttúrufræðinnar, þvi hann var jafn-framúrskar- •> andi í jarðfræði, dýrafræði og grasafræði. Aðalverk lians er rit það, er hann gaf út 1859: „Um uppruna tegund- ^ anna fyrir náttúrlega útvalningu eða varðveizlu vildar- kynþátta í haráttunni fyrir lífinu“ (On the origin of species by means of naturál selection, or tlie preservation of favoured races in tlie struggle for life). Eptir þeirri skoðun, sem ríkti á undan D., áttu afkomendur dýra og plantna að erfa eiginleika foreldranna að mestu óhreytta. D. kennir þar á móti, að það, sem menn í dýra- og grasa- eða plantna- ríkinu kalla tegundir, liafi ekki gegn um inar ýmsu kynslóð- ir neitt óhreytanlegt. mark eða gildi, heldur verði þar á margar stærri og minni hreytingar hæði með tilliti til myndar og eiginleika (varieties). Þeir, sem leggja stund „ á dýratímgun og kynhætur, tala um eðlisfar dýranna eins og þann hlut, sem laga megi eptirvild. Taki menn fræ * af einni einstakri plöntu, þá sýna einstakar ungar smá- plöntur meira eða minna afbrigðilegar einkunnir. Noti maður þein'a fræ aptur til sáningar og velji stöðugt í sömu stefnu og ræti upp þær myndanir, sem maður ekki óskar ept- ir, þá fullkomnar maður ina eptiræsktu fráhreyttu tegund íhverri einstakri kynslóð, þó að eins lítið eitt sé. Þessi «*t

x

Almanak fyrir hvern mann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.