Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Síða 44

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Síða 44
38 sjálfræði í framferði, hverja þýðing það hafi fyrir framför marmkynsins, að öllum sjálfstæðum einkennileikum ein- staklingsins sé leyft að þróast og dafha, og að afbrigði- leikum frá gamalli venju sé ekki þrengt inn í hleypidóma- steypumót tizkunnar; þá liljóðar fjórði kapítulinn um rétt takmörk fyrir valdi mannfélagsins yfir einstaklingn- um; fimti kapítulinn skýrir með dæmum heimfærslu þeirra kenninga, sem fram eru settar í hinum kapítulun- um. Það mun yfir höfuð að tala óhætt að segja, að hók.in „um frelsið“ sé eitt ið ógætasta eða jafnvel ið ágætasta, er MiJl hefir ritað, og eftir því sem hon- um segist sjálfum i inni merkilegu æfisögu sinni, hefir þetta einnig verið sjálfs hans skoðun. I>ar segir hann meðal annars, að sem sýnishom af rit- hætti sinum iakihókin „um frelsið11 langtfram öllu öðru, sem hann liafi ritað fyrr eða síðar, og ekkert annað af ritum hans (nema þó ef til vill hugsanffæðin) hyggr liann mimi svo lengi uppi verða; en svo er hann hæ- verskr, að hann eignar þetta því einu, að hann hafi notið þess láns, að geta i samvinnu við konu sína yfirfarið liverja hugsun og hvert orðtæki í þvi riti. Bók þessi er, segirhann, í eiginlegra skilningi ennokkuð annað, sem bcr lians höfundar-nafn, sameiginlegt verk þeirra heggja hjónanna. Hann mótmælir því skorinort, að hún sé skoðuð sem hans eins verk: hún var alt eins mikið hennar verk, og allr sá hugsunarháttr, sem lýsir sér í lienni, var beinlínis hennar hugsunarháttr. Því setti hann líiia framan við bókina ina fögru einkennilegu tileinkun, þar sem hann segir: „Helgað minningimni um ina elskuðu og hörmuðu framliðnu, sem blés mér f brjóst, og var meðhöfundr minn að, öllu, sem bezt er i ritum mínum — ástvini mfnum og eiginkonu, hverrar sannleiksást og réttlætisást var mín sterkasta hvöt, og hverrar samþykki og ánægja vóru mfn æðstu laun. Eins og alt, sem ég hofi ritað um mörg ár, er bók þessi engu sfðr hennar verk en mitt. Væri ég fær um að túlka heiminum helming þeirra háleitu hugsana og göfngu tilfinninga, sem með henni lögðust i gröfina, þá mundi ég með því gagna heiminum meira, en með nokkru þvf,

x

Almanak fyrir hvern mann

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.