Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 62

Almanak fyrir hvern mann - 01.01.1884, Page 62
56 Alvarleg starfserai sœttir mann ætíð að lokum við lifíð. (J. Pmd ). „Uppíræðið fólkið!“ var in fyrsta áskorunPenns til ný- lendu þeirrar, er hann stofnaði; „uppfræðið fólkið!“ var in síðasta áskorun Washingtons til þjóðar þeirrrar, er hann hafði frelsað. (Mncmday). Þegar Pýþagoras fann sína nafnfrægu setningu, færði hann guðunum liundrað nauta blót. Upp frá þeim tima skjálfa uxamir á beinunum í hvert sinn þegar nýr sann- leiki kemur i Ijós. (Börne). Maður á ekki að stunda eptir vísindaþekkingu til þess að þrasa, ekki til þess að fyrirlUa aðra, ekki hagnaðar, frœgðar og maktar vegna, eða iöðrum lúalegum tilgangi, heldur lifínu til þarfa, þrifa og nytsemdai'. (Baco). Sá sem sjálfúr er hreinn af syndum, hann liorfír ekki á annara bresti gegnum stækkunargler. Það, sem þrif þjóðanna eru undir komin, er ekki frjó- semi jarðvegsins eða blíða loftslagsins. Þrœldómur og hjátrú geta gjört Kampaníu að betlara-landi og blómgmnd- ir Sikileyar að eyðimörk. Þar sem mannlegur andi og kraptur hefir náð að þroskast fyrir borgaralegt og trúar- legt frelsi, þar er þeim ekki heldur um megn að breyta hrjóstrugum hömrum og óhollustu mýrum í boi'gir og aldingarða. (Macanlay). Áður voru þau löndin rfkust, þar sem náttúran er ör- látust; nú eru þau löndin rikust, þar sem maðurinn er starfsamastur. (Bucldc). Hvaða harðstjóri liefir nokkurn tíma elskað almennings- fræðslu? Elskar þjófurinn luktirnar á borgstrætunum ? Maðurinn hefir þrjá máta til að breyta hyggilega; íyrst með sjálfshugsnn, sem er veglegasti mátinn; þar næst með eftirstœlingu, og er sá inn auðveldasti; í þriðja lagi með reynslu; en það er sá beizkasti. (Austurlcnzld).

x

Almanak fyrir hvern mann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/405

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.