Afturelding - 01.04.1979, Side 6
Ágrip af sögu
Hvítasunnumanna
á íslandi
eftir Einar J. Gíslason
Við söguritun um íslenska Hvítasunnuhreyfingu,
verður naumast komist hjá Páli Jónssyni, sem mun hafa
hvrjað Hvítasunnusamkomur árið 1918 hér í Reykjavík.
Gekk starf hans svo langt að hann gaf út blað ,,Ljós og
sannleikur". sem mun vera í mjög fárra höndum. Einnig
gaf hann út söngva Hvítasunnukirkjunnar og jafnhliða í
sömu bók. reglur í lífi Hvítasunnumanna. Páll gcrðist
prestur l.útherskra i Kanada og er látinn fyrir nokkrum
árum síðan. Minningargrein um hann birtist í Morgun-
blaðinu, eftir séra Jakob Jónsson. Páll var talinn mikill
ræðumaður og áhrifaríkur. Ýmsar aðstæður urðu þess
valdandi að hann ílendist ekki hérlendis, heldur valdi sér
starfsvettvang vestra.
Erik Asbö var norskfæddur en dvaldist um tíma í
Bandaríkjunum. Hann eignaðist afturhvarf og skírðist
með Heilögum Anda og eldi, eins og Ritningin orðar það.
Hann gerðist síðar meir leiðtogi Hvítasunnusafnaða í
Skandinavíu. Ilann giftist Signe Asbö konu sænskrar
ættar. Árið 1920 er Asbö forstöðumaður Elim safnaðar í
Örebro Svíþjóð. Hann var mikill bænamaður, eins og
Nýja testamentið segir frá. um Kornelíus Hundraðs-
höfðingja. ..Jafnan á bæn til Guðs“. Eitt sinn þegar hann
var i bæn, þá birtist honum opinberun. Hann sér sýn,
kletta eða há fjöll, tengd saman á eiði, í baksýn er annað
fjall og fyrir neðan það er byggð, þétt þyrping húsa. Um
leið skynjar hann i Anda sínum að þetta er ísland. Hann
öðlast sannfæringu fyrir þvi, að fara til íslands, segja
störfum sínum lausum og hefja starf Hvítasunnumanna á
íslandi. Hann tekur sér far með NOVA, skipi frá Berg-
enska Gufuskipafélaginu. Fyrsti viðkomustaður þeirra
verður Fáskrúðsfjörður. Skipið á áætlun norður með
Austfjörðum, vestur með Norðurlandi og suður til
Reykjavíkur. Asbö skimar og skimar, en hvergi sér hann
staðinn á þessari löngu leið.
Fullviss um að Guð hefði kallað sig í sýninni, til ls*
lands, þá hóf hann starf í Reykjavík. Til móts við hann
hafði komið Sveinbjörg Jóhannsdóttir, alsystir Ólafiu
Jóhannsdóttir, sú er kunnug varð fyrir líknar- og tru-
boðsstörf í Noregi. Sveinbjörg kunni það fyrir sér i
Norðurlandamálunum, að hún gat verið túlkur Asbös.
Veturinn 1920—1921 varð til mikilla vonbrigða fyrir
Asbö. Árangur nánast enginn og fáir komu. Mætti hann
fásinni og hreinni andstöðu frá vantrú og andatrú. Þegar
kom fram á sumarið 1921, þá fer hann ásamt konu sinni
og Sveinbjörgu áleiðis til Vestmannaeyja. Skipið leið vel
áfram í sumarblíðunni, hvergi gára á sjó og stillilogn-
Snemma morguns vaknar Asbö, horfir út um kýraugað a
klefa sínum. Hann horfir og þekkir landslagið. Skipið er
statt vestanvert við Eiðið á Heimaey. Hann sér Dalfjall og
Klif í einni keðju, Eiðið á milli og Heimaklett, Miðklett
og Ystaklett til vinstri. Hann sér Helgafell í baksýn, hann
sér bæi og byggð í norðurhlíðum þess. Hann sér nú aftur
það sem hann sá í sýninni forðum í Svíþjóð. Án þess að
þekkja nokkurn, þá fer Asbö í land í Eyjum. Það var
6