Afturelding - 01.04.1979, Page 9

Afturelding - 01.04.1979, Page 9
tveir kirkjusmiðir. Þegar Asbö kom til Eyja, þá mættu honum vonbrigði. Margir þeirra er eignast höfðu aftur- hvarf voru ekki lengur með. Leiðtogi Aðventista kom i hjölfar Asbös, þegar liann fór, og var honum gotl til arangurs. Fólkið hafði reynt Guð, var opið og þráði Tteira. Ekki grundvallað, eða reynl. Slíka er oft hægt að afvegaleiða, ef menn vilja leggja það fyrir sig. — Hvað um það — trúfrelsi er ríkjandi í landinu og hver og einn verður að gæta sín. I viðbót við þctta skeði það að Ungur prestur var kosinn sóknarprestur árið 1924. Af- staða hans var mjög þverstæð og andsnúinn starfi Hvíta- sunnumanna alla tíð. Innan kirkjunnar myndaði hann KFUM og risu þarna á Heimey ekki færri en 3 Guðs hús öll með sitthvoru markinu, þótt markmiðið sé sjálfsagt hið sama. Sá er þetta rilar, fæðisl nokkru eftir að Asbö kemur til Eyja og öll uppvaxtarárin og manndómsárin ttan hann ekki eftir öðru en djúpstæðum ágreiningi, takturinn og tónninn var sitt á hvað. Betel húsið er byggt sumarið og haustið 1925. Það er yigt 1. janúar 1926. Betelsöfnuðurinn er stofnaður 19. febrúar 1926. Þá voru skírðir Biblíulegri skírn 17 manns. I veim dögum síðar voru ein hjón skírð. Kom þá í Ijós að fjórði hver maður tók afstöðu, þegar á reyndi, miðað við upphafið. Kemur það heim við fernskonar sáðjörð i Lúkasarguðspjalli 8. kap. versin 4—15.. Nákvæmlega sttrna segir séra Jón eldprestur Steingrímsson frá í tevisögu sinni, að einungis fjórði hver maður í sóknum hans tók andlega hluti alvarlega. uns Skaftáreldar koniu. ^ meðan á byggingu Betel stóð, þá voru samkomur haldnar í heimahúsum. einkanlega í Fagradal og Grundarbrekku. Guðrún ljósmóðir Magnúsdóttir átti heima í Fagradal. Hún var ekkja og slólpi í söfnuðinum. hJagnús Eyjólfsson og Þorbjörg byggðu Grundarbrekku °g opnuðu þau einnig hús sitt. Fagridalur er horfinn, en L>rundarbrekka stendur og hefur alltaf verið opin fyrir verki Guðs. Um nærri 40 ára skeið hefir hinn merki ruinningarsjóður Jóhönnu Jónasdóttur frá Grundar- hrekku verið heimilisfastur þar, eins og gefur að skilja. Meða! kun nra manna, er unnu að byggingu Betel- hússins var Guðlaugur Sigurðsson frá Rafnseyri. Síðar kunnur kristinn maður í leikmanna stétt. Sagði hann mér að annan eins húsavið hefði hann aldrei séð. Afgang af örögurum og bjálkum fékk Helgi Benediktsson kaup- niaður. Hann annaðist umboð fyrir kirkjuskip Hvíta- sunnuntanna. Guðlaugur var með í að byggja fiskverk- unarhús hans Jötunheima og fór afgangur kirkjuviðar þangað.. Þetta sagði Guðlaugur undirrituðum. er þeir Unnu saman árið 1953 við að leggja parketkorkgólf í Betel. Brautryðendaár Asbös voru erfið fyrir þau hjón. Þau e>gnuðust í Eyjum sitt eina og fyrsta barn Bjarne, sem er Nugumferðastjóri í Noregi. Fæðingin gekk bæði seint og erfiðlega. Slíkt var gert að bitbeini orðháka, hvað þá unnað. Svo fór að loka átti öllum dyrunt fyrir Asbö. 'lúsplássi hans var sagt upp. Samtök mynduðust um að húsráðendur skyldu ekki leigja honum. En allt fór betur en áhorfðist. Asbö bjó aldrei í Betel. Nils Ramselíus var sá fyrsti er bjó þar með fjölskyldu sinni. Asbö fór utan alfarinn til Noregs 1926. Hann tók þátt i og kenndi í fyrsta Bibliuskólanum sem haldinn var meðal Hvítasunnu- manna í Vestmannaeyjum árið 1935. Síðar kom hann aftur til landsins 1951 og siðast veturinn 1956 og dvaldi þá að miðju sumri. Ari síðar andaðist hann og hvílir nú í Vor Frelsers Gravlund i Oslo. Signe kona hans, sem var nokkru yngri en Erik, andaðist fyrir þrem árunt síðan. Þau hjón Signe og Erik Asbö eru brautryðjendur hinnar íslensku Hvítasunnuhreyfingar og verða nöfn þeirra ávallt nefnd í fyrstu röð þegar talað er unt Guðs verk i Hvítasunnuhreyfingunni á Islandi. Árið 1924 kom Herbert Larsson, þá kornungur maður, frá Svíþjóð og starfaði með Hvítasunnumönnum um árabil. Hann ferðaðist mikið um land allt og einnig starfaði hann í Færeyjum, enda giftur færeyskri konu. Maren hjúkrunarkonu. Herbert nam íslenska tungu frá grunni og náði flestum betur að tala íslenskt mál. Gaf það honum opnar dyr og þá ekki hvað síst fyrir framúrskar- andi hæfni, með gítarinn sinn. Hann söng mikið og lék afburðarvel á gítar og notaði þá alla strengi og allt skaftið. Herbert lifir ennþá í Svíþjóð 76 ára gamall, þegar þetta er ritað. Gyða og Nils Ramselíus voru merk hjón. Hann stúdent og guðfræðingur frá Lundi i Svíþjóð, síðar vígður prestur innan sænsku þjóðkirkjunnar. Þegar Ramselíus sá út frá leslri Biblíunnar, að hann væri ekki réttilega skírður, þá fylgdi hann sannfæringu sinni eftir og lét skíra sig. Eðli- lega var hann sviptur kjóli og kalli umsvifalaust. Með það í huga skyldu menn af skilningi tala um bræðralag og einingu Guðs barna. Það er ekkert sem skapar einingu, sent Guðs Orð, þar skapast tónninn og takturinn. Bræð- ingur og hræringur verður vanalega vesen og óskapnaður andlega talað. sem ekki nær langlífi. Með veru Rams- elíusar jókst starfið fyrir uppörfun Heilags Anda. Hann var forstöðumaður þegar Heilagur Andi féll í Eyjum i júlí 1926. Þá staðfestist í reynslu meðal íslendinga úthelling Heilags Anda í lífi einstaklinga og starfi Betelsafnaðarins. Þegar Ramselíus fór. þá var í honum mikil eftirsjá. Hann fór vorið 1928. Aftur kom hann til íslands 1938 og settist að á Akureyri. Hann varð hér inlyksa í stríðinu og fór alfarinn af landi brott 1946. Kenndi hann á Kaggeholnt lýðháskóla Hvítasunnumanna, þar sem margir íslend- ingar hafa verið við nám. Þau Itjón önduðust með stuttu millibili og hvíla bæði í sænskri mold. Báðir þessir brautryðjendur, Ramselíus og Asbö fengu að reyna háð og spott fávísra einfeldninga. Tekið var eftir því, að þeir sem lögðu sig í slíkt urðu ekki lánsmenn og flestirskammlífir. „Ókenndum þérþóaumursé: aldrei til legðu háð né spé,Þú veist ei hvern þú hittir þar, heldur en þessir Gyðingar". Ekki átti heimurinn slíka nienn skilið, cr hægt að lesa um í Hebreabréfinu. 11.38. Árið 1928 kemur Eric Erieson, með konu sinni Signe til Eyja og tekur upp starf fyrirrennara sinna. Þau sem að- stoðuðu hann við túlkun voru fyrst lnga Karlsson og svo 9

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.