Afturelding - 01.04.1979, Side 10

Afturelding - 01.04.1979, Side 10
Á Siglufirði 1936, f.v.: Kristján Reykdal, Anna Eiriksdóttir, Árni Eiríksson, Sigurlaug Si(>urðardóttir, Arnbjörj; l'iríksdóttir, Sijturlaug Björnsdóttir, Eric Ericson, Ólöf Björnsdóttir, Ásmundur Eiríksson, Líney Guðmundsdóttir, Alfhild Mathisen, Martin Mathisen, Jóhanna ögmundsdóttir, Rannveig Her- mannsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Kristjana Sigfúsdóttir, T.B. Barratt. Kristín Jóna Þorsteinsdóttir. Var hún þeim hjónum einkar samrýmd. Ericson var óáreitinn maður og frið- samur. Hann var framkvæmdasamur og traustur. Ekki sigldi hann alltaf meðbyr. F.n stefnan var ákveðin. Verk Guðs út og áfram. Hann sá þýðingu þess að ná út fyrir Eyjar með starf safnaðarins. Árið 1934 byrjar hann út- gáfu Aftureldingar og var hann fyrsti ritstjóri og stofn- andi. Meðritstjóri og síðar aðalritstjóri var Ásmundur Eiríksson og vann hann við blaðið lengur en nokkur annar eða meira en 40 ár. Með Ericson gefast íslenskir menn til samstarfs, meira en áður. Skulu þar nefndir Jónas Jakobsson myndhöggvari og síðar trúboði og for- stöðumaður. Páll Júlíus Einarsson úr Eyjum og svo Ás- mundur Eiríksson. Það verður hræring og vakning. Fólk kemur með og skírnarlaugin er opin. Á þessum árum komu Skaftafellssystkinin í Vestmannaeyjum með, þau voru og eru söngelsk, léku á hljóðfæri og hafa trausta lyndiseinkunn og staðfasta. Sennilega mun Jónas S. Jakobsson hafa leikið fyrstur mann á sög hér á landi. Það var um 1932. Síðar lærði Haraldur Guðjónsson að fara með sögina á þann hátt og vakti það mikla furðu og forvitni. Leikið á gítar og sög! Um vorið 1936 kom T. B. Barratt, aðalbrautryðjandi vakningarinnar í Evrópu fyrst til íslands. Túlkur hans var Ásmundur Eiríksson. Barratt ferðaðist um landið og hélt samkomur. Hann stofnaði Fíladelfíu í Reykjavík og Fíladelfíu á Akureyri í maímánuði 1936. Eric Ericson var fyrsti forstöðumaður safnaðarins í Reykjavík og var það í 12 ár. Síðar Ásmundur Eiríksson í 22 ár og síðan 1970 Einar J. Gíslason. Áður er þessir söfnuðir voru stofnaðir, þá hafði um 1929 - - 1932 gengið vakning yfir Fljót í Skagafirði. Fleiri manns í mörgum heimilum vöknuðu til lifandi trúar. Þar var stofnaður söfnuður, „Narsissa". (Ljóðaljóð 2:1.) Ásmundur Eiríksson fann þetta nafn og var fundvís eins 10 og oft áður. Nafnið þýðir „Hvítasunnuliljan". Arthur heitinn Gook skírði þar I Sandósi 26. júní árið 1931 12 manns. Söfnuðurinn Narsissa tók að lang mestu leyti afstöðu með Hvítasunnumönnum, eftir að Ásmundur Eiríksson skírðist með Heilögum Anda, í Betel í Eyjum árið I933. Fólkið úr Fljótum hefir reynst fastheldið við hið góða Orð. Traustir og staðfastir og fórnfúsir meðlim- ir. Einna kunnastur þeirra er Kristján Reykdal, mjög virkur sunnudagaskólamaður og kennari. En meðan Ás- mundar naut við, þá bar hann höfuð og herðar yfir alla, sökum manndóms og gáfnafars. Skal hér heimfært eitt dæmi, sem Ásmundur hafði aldrei hátt um. Það er helgur dagur og samkoma var haldin í Haganesvík. ís er á vatn- inu, en ekki talinn nægjanlega tryggur. Samkoman byrj- ar, með söng og lestri Guðs Orðs og bæn. Ásmundur er nýbyrjaður predikun sína. Þá heyrast ógnvekjandi hróp. Tveir menn niður um ísinn. Áður en Ásmundur hafði farið inn I samkomuna, tók hann eftir tveim til þrem steypuborðum við hlið samkomuhússins. Ásmundur leggur umsvifalaust frá sér bókina, tekur steypuborðin með sér og út á ísinn. Finnur hann ísinn ótraustan og leggst þá flatur á ísinn og ýtir borðunum á undan sér, býr hann þannig braut með borðunum að vökinni, þar til sá er í vökinni var gat náð borðsendanum og mjakað sér upp úr vökinni, með traustu handtaki Ásmundar. Þarna var unnið, með skarpri hugsun, dásamlegt björgunarafrek. Ásmundur hlaut skáldskapargáfuna í vöggugjöf og orkti og rímaði ljóð og sálma. Elskaðir og sungnir af þúsundum manna. Hin síðari ár Ásmundar lagði hann sig fram um ritstörf og varð afkastamikill á því sviði, enda þá heilsubetri, en um miðbik ævinnar. Ásmundur var mjög alhliða starfsmaður og var hann jafnduglegur í við- kvæmri sálgæslu, sem drifkraftur í kirkjubyggingu Fíla- delfíusafnaðarins við Hátún 2 í Reykjavík. Margur held- ur mann af sér, segir gamall málsháttur. Það er nett og

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.