Afturelding - 01.04.1979, Side 11
glögg lýsing á Ásmundi. Hann var sakleysið sjálft í um-
gengni og ætlaði aldrei illt af öðrum, því sjálfur var hann
hrekkjalaus. Viðbrigði hafa hlotið oft að vera sterk, þegar
hann gekk frani og reiknaði aðra fylgja sér fast eftir, en
voru þá óralangt á eftir og mátti hann þá oft þakka fyrir
þeir snérust ekki til beinnar andstöðu við hann.
Sparisjóðurinn Pundið var Ásmundi mikil hugsjón. Að
öllunt öðrum ólöstuðum tel ég að Ásmundur hafi haft
flestum fremur hæfileika til að stýra slíkri stofnun. Hann
yar framsýnn búmaður, eins og hann átti ættir að rekja til.
Hann haslaði sér aldrei persónulega völl á sviði fjármála.
Enda kvaddi hann lífið fátækur af veraldarauði. Um
hendur Ásmundar fór oft mikið fé, sem hann ávaxtaði í
(ntðsríki og jók þar umsetningu. Sjálfur hafði hann mjög
hreinan skjöld og var strangheiðarlegur og mataði aldrei
s'nn krók. Heiðarlegur og háttvís var hann flestum frem-
ur, enda mjög vcl giftur og lifði alla tíð í mjög góðu
hjónabandi með eiginkonu sinni Þórhildi Jóhannesdótt-
llr- Reikna má til fádæma, þegar Ásntundur sagði starfi
s*nu lausu við forstöðu Fíladelfíusafnaðarins, hvernig
hann gerðist undirmaður eftirmanns síns og var sam-
starfið um rúm fimm ár eins og best verður á kosið. Þau ár
voru framgangsrík í starfi safnaðarins. Þá var vesturálm-
an kláruð, hæðin niðri öll tekin til notkunar fyrir starf-
semina. Orgelið stóra keypt. Kornmúli fór af stað og
emnig Hlaðgerðarkot. Kristniboðið fékk byr undir vængi
°g Islenskir menn fóru til Afríku undir forgöngu Páls
Lútherssonar. Ásmundur var aldrei neikvæður þegar um
verk Drottins var að ræða. Alltaf hvetjandi og fórnandi.
Hann var sáttfús og kvaddi lífið í sátt við Guð og menn.
Árið 1933 hóf Ásmundur samkomur á Sauðárkróki.
Þeim var haldið áfram af og til, bæði af honum, Kristínu
^temunds og fleirum. Á þeim árurn frelsaðist Jóhann
Eálsson forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins á Akurr-
eyri, mun það hafa verið árið 1937. Jóhann hefir reynst
traustur maður og gegn. Hefir hann staðið í fararbroddi
starfsins nyrðra, vellátinn maður og trúr og góður þjónn
Orðsins. Jóhann er Skagfirðingur og tóku báðir foreldrar
hans afstöðu með málefni Jesú Krists. Afi hans í móður
le8g, var hinn kunni leikpredikari Runólfur Jónsson.
•lóhann þekkti afa sinn vel og sjálfsagt enginn núlif-
andi maður betur.
Það verður vakning á Sauðárkróki, sem byrjar 1938. Þá
frelsast Svavar Guðmundsson, söngvari af Guðs náð.
hyrir voru svili hans Kristján og Jóhanna Reykdal.
^inahópurinn á Sauðárkróki stækkar og lagðist nú Kon-
rað Þorsteinsson á sveif með þeim, nýfrelsaður og bibl-
'Uíikólagenginn bæði í Noregi og Svíþjóð. Konráð átti
Predikunargáfu fremur flestum öðrum og framtíðin
hlasti við. Allt landið var hans sókn og vakti hann all-
staðar athygli, með ræðum sínum. Mikil ómegð hlóðst á
*^°nráð. Þrátt fyrir erfitt árferði, þá virtist hann sigrast á
öllum erfiðleikunt. Með þungu heimili. ræðst hann í að
læra pípulagnir, áður hafði hann tekið vélstjórapróf með
niJöggóðri einkunn. Síðast settist hann í Kennaraskólann
°8 aflaði sér fullkominna kennararéttinda. Þess naut ekki
lengi við. Hann rétt hóf kennslu og skólastjórn og var
svo allur aðeins 59 ára gamall.
JJreyfinginn var djúp og innileg og milli 30- 40 manns
voru með eða hrifust í vakningunni á Sauðárkróki. Þegar
Konráð fór frá Sauðárkróki og suður. þá tók þar við
Jónas Jakobsson. Síðar kom Konráð aftur og eftir hann
Daniel Glad. Daniel Glad bjó um árabil á Sauðárkróki
og var þar forstöðumaður, jafnframt víðtæku umferðar-
trúboði, allt þar til hann flutti til Stykkishólms. Búferla-
flutningar voru nokkrir og fluttu sumir vinanna frá
Sauðárkróki. Nú er ekkert fast starf þar, en von um að úr
rætist. Ekki ætti að skemma, að geta þess. sem hirnin-
hrópandi viðvörun til allra rnanna. er hugsa sér til starfa í
þjónustu Orðsins í söfnuðum Hvítasunnumanna, að
blanda ekki dægurþrasi, um bæjarntál eða stjórnmál inn í
líf sitt. Konráð heitinn haslaði sér völl í Alþýðuflokknum
og gerðist bæjarfulltrúi. Sjálfsagt gekk honum vel til.
Margt gott lá lika eftir hann á þeim vettvangi. Ég held að
það hafi aldrei verið metið sem skyldi. Andlega talað tel
ég að þetta hafi ekki orðið til blessunar. hvorki fyrir
leiðtoga safnaðarins, eða starfsémina í heild. Til ntinn-
ingar um Önnu heilina Björnsdóttur stofnuðu nokkrir
vinir hennar sjóð, sem ætlað er að verða til styrklar starfi
á Sauðárkróki, sem hlýtur að koma fyrr en varir.
Eftir að Þórarinn heitinn Magnússon kom frá Svíþjóð
árið 1946 og hafði dvalið í Eyjum seinnipart velrar og
frarn á suntar, þá hóf hann undirbúning starfs í Stykkis-
hólmi. Var þar byggt safnaðarhús og sumarmótum beint
þangað. Starfið í Hólminum hefir borið ávöxt og má segja
að merkinu hafi verið haldið uppi nokkuð reglulega. Um
tíma dvöldu þar Ingimar Vigfússon með fjölskyldu sinni,
einnig Ásgrímur Stefánsson með sinni fjölskyldu.
Daniel Glad var þar um árabil. síðar Hinrik Þorsteinsson
trúboði og rakari. Eiginkona lians Guðný Jónasdóttir
kennari var þar til starfa. Síðan eftir að þau fluttu suður,
þá var þar Sam Glad með Ruth konu sinni og veturinn
1978-1979 er Helena Leifsdóttir merkisberi.
Á Siglufirði hófst vísir að starfi 1946. Þá stóð Sigurlaug
Björnsdóttir frá Á fyrir því að húseignin Grundargata 7,
„Zion“. varkeypt. Lögðu þau fram sameiginlega ogjafnt
15.000.00 kr. hvort Lóa og Óskar M. Gíslason í Vest-
mannaeyjunt. Hugsun varsú í rekstri starfsins, að þaryrði
sjómannaheimili að sumrinu, en vcnjuleg samkomuhöld
annan tíma árs. Þarna var auðsæ þörf. Sumarið 1947 var
undirritaður þar og allt fram í september. Aftur um vet-
urinn og sumarlangt 1948. Síðar var Kristín Sæmunds-
dóttir og fleiri ferðatrúboðar. Éesta kom í starfið, er Ás-
grímur Stefánsson og Sigurlaug kona hans fluttust norð-
ur. Ásgrímur keypti til starfsins vandaða húseign og um-
byggði „Zion“ ásamt Hlífari Erlingssyni og eitthvað ntun
Ásgeir heitinn Guðntundsson hafa lagt sig þar fram.
Arnulf Kyvik fluttist frá Vestmannaeyjum vorið 1940
og til ísafjarðar. Kyvik var ekki lengi búinn að vera á
fsafirði. þegar hann lagði drög að húsakaupum. Gamli
Kvennaskólinn, var þá falur, fyrir mjög hagkvæmt verð.
Áður hafði Kyvik keypt hús í Hnífsdal. Betelsöfnuðurinn
11