Afturelding - 01.04.1979, Side 12
Spila á RÍtar og sög ... F.v.: Jónas Jakohsson, Kristín Jóna Þor-
stcinsdóttir, Pálina Pálsdóttir, Auður Guðjónsdóttir og Eric
Ericson.
(>ömul mynd af Betel í Vestmannaeyjum.
Frá sumarmóti á Sauðárkróki, útisamkoma.
í Vestmannaeyjum, stóð í broddi fyrir kaupunum og
fylgdu þau fast á eftir Kyvik, Kristín Sæmunds og Kon-
ráð Þorsteinsson. Kristín Sæmunds fórnaði sér mjög fyrir
starfið á ísafirði og studdi með ráðum og dáðum, þá
bræður er leiddu starfið. Eftir að Kyvik fór, þá kom
þangað Erik Martinsson, með Gerdu konu sinni. Þau
hjón urðu síðar brautryðjendur starfs Hvítasunnumanna
í Grænlandi, ásamt Rune Asblom, sem þá hafði starfað
hérlendis um árabil. Ekki er svo hægt að skrifa um starfið
á ísafirði, að Sigfúsar B. Valdimarssonar skuli ekki getið
og hins merka sjómannastarfs er hann hefir árum saman
rekið þar.
Hefir hann stundað störf sín í gegnum árin í frítímuni
sínum og um helgar. Heimsótt sjúklinga í sjúkrahús og
skip. Eitt sinn er Sigfús var við lestun á frystum fiski til
Rússlands, þá gekk hann frá rússnesku Guðs Orði og setti
milli fiskpakkanna. Við uppskipun kom Orðið í Ijós og
olli það miklu fjaðrafoki meðal Rússanna. Uppskipun
var hætt, skipið varð að bíða og mikið vesen. Kom þá í
ljós eins og oft áður að vantrúin er ekki sterkari en það,
að hún þolir ekki Guðs Orðið.
Nú síðustu ár hefir Gunnar Lindblom, búið í Salem
með fjölskyldu sinni og staðið fyrir starfinu. Vestfirðing-
um hefir bæst góður starfskraftur í Indriða A. Kristjáns-
syni, er numið hefir Biblíufræði á Biblíuskóla í Kanada
meira en þrjú ár.
Arið 1952-1958 stóð Eric Ericsson fyrir byggingu
Fíladelfíu í Keflavík. Hafði hann fengið opinberun um
að hefjast handa. Mátti ekki tæpara standa, með for-
göngu Ericsons, því hann andaðist í janúar árið 1959, en
þá var húsið fullbúið og Ericson gat sjálfur vígt það.
Ericson kvaddi sér sjálfur tvo unga bræður til samstarfs,
þá Harald Guðjónsson og Kristján Reykdal. Haraldursá
um forstöðu starfsins í mörg ár og stóðu þeir saman
Kristján og hann. Enda kom ávöxturinn í ljós. Við andlát
fyrri konu Haraldar, Pálínu Pálsdóttur þá fluttist hann
nokkru síðar til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður í
Sparisjóðnum Pundinu. Peter og Kristín Inchcombe
gengu nú inn í starfið í Keflavík og voru þar um tveggja
ára bil. Fluttu þau svo í Barnaheimilið Kornmúla og voru
þar um tíma. Þá flutti Samúel Ingimarsson til Keflavíkur
og er þar, þegar þetta er skrifað. Fyrir forgöngu Samúels,
þá hefir samkomusalnum verið breytt mjög og einangrun
aukin að mun. Salur er kominn fyrir ofan aðalsalinn,
svonefnd kaffistofa, að erlendri fyrirmynd. Akur er mikill
um öll Suðurnes og möguleikar miklir til starfa.
Áfram færast tjaldhælarnir út. Við endurteknar ferðir
um Austurland opnaði Drottinn hjörtu fólks á Vopna-
firði. Meðal þeirra er tóku afstöðu með málefni Drottins
var Ingibjörg Pálsdóttir ljósmóðir í Ási. Einnig komu
synir hennar með, þeir Sveinn, Aðalsteinn og Þórarinn og
svo faðir þeirra Sigurður Sveinsson. Öll þessi fjölskylda,
vinir í trúnnj á Vopnafirði og Sigurmundur Einarsson
trúboði, hófust nú handa um veglega húsbyggingu,
teiknaða af Guðna Markússyni og bræðrunum í Kirkju-
lækjarkoti. Húsið stendur á einum fegursta bletti í túnum
12