Afturelding - 01.04.1979, Qupperneq 20

Afturelding - 01.04.1979, Qupperneq 20
Jóhann Pálsson GJAFIR HEILAGS ANDA Páll postuli segir í 1. Korintubr. 12.2 varðandi gjafir Andans; „Ég vil ekki, bræður minir, að þér séuð fáfróðir um náðargáfur Heilags Anda“. Hér hreyfir Páll við þýð- ingarmiklum sannleika. Maður getur verið heiðarlegur kristinn maður, jafnvel skírður í Heilögum Anda, en samt skort fullnægjandi skilning á gjöfum Andans. Hluti af söfnuðinum í Korintuborg var fáfróður um hlutverk náðargjafanna, og þeirra réttu notkun. En svo á ekki að vera. Við þurfum að eiga andlegan skilning á gildi og hlutverki gjafanna, og nota þær Guði til dýrðar og ríki hans til eflingar og til gagns fyrir einstaklingana. Sem eðlileg afleiðing af úthellingu Heilags Anda, koma gjafir Andans í notkun, því að með skírn í Heilögum Anda opnast möguleikarnir fyrir að fá gjafir Andans. Páll fjallar um hinar níu mismunandi gjafir Andans í I. Kor- intubr. 12. kap. og segir; „Öllu þessu kemur til leiðar eini og sami Andinn, sem útbýtir hverjum einum útaf fyrir sig eftir vild sinni.“ Guð er réttlátur og óhlutdrægur, fer ekki í manngreinarálit. Ef við förum í gegnum Safnaðarsög- una nokkur hundruð ára tímabil, finnum við,að þar sem Andi Drottins fékk að starfa óhindrað, voru náðargjafir Hans starfandi. Gjafir Andans eru mjög mikils virði. Páll leggur mikla áherslu á verðmæti þeirra og nauðsyn. Gjafir Andans eru sönnun þess, að Guð sjálfur ber traust til síns fólks, að Hann skuli trúa því fyrir slfkum helgum hlutum. Gjafirnar skulu notast til þess, sem gagnlegt er, til uppbyggingar söfnuðinum, líkama Krists. Hvatningin er; „Sækist eftir náðargáfunum". I .Korbr. 14. kap. Að mæla af speki — vísdómi Þessi náðargjöf miðlar sönnum vísdómi Guðs í hjörtu vor, fyrir áhrif Andans. Dæmi frá G. T. 2. Móseb. 31. 3-5. Um Bezalel Uríson segir Drottinn; „Ég hefi fyllt hann Guðs Anda, bæði vísdómi, skilningi, kunnáttu og hverskonar hagleik, til þess að upphugsa listaverk, og smíða úr gulli, silfri og eiri, og skera steina til greypingar og til tréskurðar, til þess að vinna að hverskonar srníði." Þessi biblíuvers sýna okkur, að sú speki sem Bezalel átti og gjörði hann hæfan að framkvæma ákveðin verk varðandi fullkomunn Tjald- búðarinnar, var ekki meðfæddur hæfileiki, eða lærður af bókum eða margra ára þjálfun. Heldur fékk Bezalel vís- dóminn með fyllingu Guðs Anda. Sama finnum við í sambandi við Stefán píslarvott, sem greint er frá í Post. 6; 5. og 10. vers. Sem afleiðing af fyllingu Heilags Anda, fyllist Stefán af vísdómi og speki. Sú speki sem Heilagur Andi miðlar, er andlegs eðlis, og má ekki blanda saman við mannlega visku, sem hægt er að afla sér í skóla lífsins, með námi af ýmsu tagi. Biblían segir; „Þessi speki er ekki af speki þessa heims." „Ótti Drottins er upphaf hinnar sönnu visku“. Hin guðlega speki er í fyrsta lagi, „hrein. því næst friðsöm, ljúfleg, sannsýn full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutlæg, hræsnislaus". Þessi Guðlega speki er á miklu hærra sviði en hin mannlega, jarðneska, náttúrulega speki. Náðargjöf spekinnar hefur miklu hlutverki að gegna í hinu andlega starfi. „Hinn hyggni vinnur sálir,“ segir Biblían. „Þegar við athugum sögu manna og kvenna, sem hafa verið framgangsríkir sálnaveiðarar, finnum við, að slíkir menn og og konur hafa átt dásamlega visku og speki. Þau notuðu réttu orðin á réttri stundu og á réttan hátt, sem verkuðu leysandi, læknandi á viðkomandi persónur. Sjáum hið dásamlega samtal Jesú við samversku konuna í Jóhannes 4; 3- 29. Jesús mætir henni með kærleika og visku, því tókst honum að vinna hana fyrir Guðsríkið. Hér var hinn Guðlegi vísdómur að verki. Samverska konan frelsaðist og bar djarflega vitni um Frelsara sinn, um Hann, sem er ljós heimsins og Frelsari allra manna. Náðargjöf spekinnar hefur miklu hlutverki að gegna, þegar um er að ræða að koma þeim til hjálpar, sem lent hafa í andlegum erfiðleikum og geta ómögulega hjálpað sér sjálfir, þeim sem finnst þeir yfirgefnir af Guði og mönnum. Hér þarf til vísdóm Andans. „Andi Guðs rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs“. Gjöfin, að mæla af þekkingu. Þessar tvær gjafir Andans, speki og þekking eru mjög náskyldar. Þó er viss mismunur, sjáanlegur. Gáfan að tala af þekkingu gerir þann, sem hana á, hæfan til þess að fræða aðra um veg Guðs til hjálpræðis, að veita fólkinu þekkingu á hjálpræði Guðs, með fyrirgefningu synda þeirra. Fagnaðarerindi Guðs er heimska þeim, sem glat- ast, en kraftur Guðs til hjálpræðis þeim sem trúa, Róm I. 16. Þegar Pétur var spurður af frelsisleitandi fólki, hvað eigum við að gjöra? Kunngjörði hann þeim veg Guðs til hjálpræðis, með þessum orðum; „Gjörið iðrun, látið 20

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.