Afturelding - 01.04.1979, Page 21

Afturelding - 01.04.1979, Page 21
skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf Heiiags Anda“. Síðan bætir hann við þessari hvatningu; „ Látið frelsast". Á þcint degi komust þrjú þúsund sálir inn á hjálpræðisveg Guðs. Post. 2; 34 - 41. Á sama hátt gerir Páll í Filippíborg, þegar hinn óttaslegni fangavörður ber fram þessa spurningu; -.Hvað á ég að gjöra til þess að ég verði hólpinn? Svarið; "trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt“. Svo útskýrði Páll betur fyrir honum og heimafólki hans, veg Drottins. Post. 16;31 -32. Guðs orð skapar trú. Róm. 10. 27; hreinsun, Jóh. 15;3;frelsi, Jóh. 8;32, 36, líf, Jak. 1.18 og helgun, Jóh. 17; 17. Þess vegna er svo nauðsynlegt að sérhver frelsisleitandi manneskja fái hlutdeild í Guðs Orði á þann hátt, að hún geti notfært sér það og skiiið. Sá sem umgengst Guð, 'ærir að þekkja Hann. Fyrir áhrif Heilags Anda fær maður sanna þekkingu á Guði. Gáfan, að mæla af þekkingu, er grundvöllurinn undir þjónustuhlutverki kennarans í söfnuði Guðs. □ Náðargjöf trúarinnar. Hér er ekki átt við hina sáluhjálplegu trú, sem sérhver frelsaður maður á, sem er nauðsynlegur undanfari fyrir fyrirgefningu syndanna og barnarétti hjá Guði. Heldur slíka trú. sent Jesús vísar til, er Hann segir; „Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, þá munuð þér segja við þetta fjall: „Flyttu þig þaðan og hingað. Og það mun flytja sig, °g ekkert mun vera yður um megn“. Matth. 17.20. Hér er átt við þá trú, sem gjörir undur. Þá trú, sem Heilagur Andi útdeilir í lífi þess manns, sem heilshugar hefur lagt sig í hendur Guðs, með líkama, sál, og anda. Slíka trú átti Barnabas. um hvern Biblían segir; „Hann var góður maður, fullur af Heilögum Anda og trú.“ Post. H:24.Fleiri af frumkristna fólkinu virðist hafa átt náð- argjöf trúarinnar. Um Stefán segir læknirinn Lúkas í P°st. 6; 5,8; „Hann - Stefán-, var fullur af trú og Heilög- um Anda, og gjörði, fullur af náð og krafti, undur og tákn mikil meðal fólksins." hessa náðargáfu finnum við í lífi Páls postula. Les í p°st. 28; 3-5. „En Páll vatt saman hrísvöndul og lagði á eidinn, skreið þá út naðra undan hitanum og festi sig á hendi hans. Og er eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga við hönd hans, sögðu þeirsín á milli;,, Áreiðanlcga er maður þessi manndrápari fyrst refsinornin lofaði honum ekki að hfa, eftir að hann komst úr sjávarháskanum." En Páll hristi kvikindið af sér í eldinn og varð ekkert meint við.“ PaP var Guðsmaður, hertygjaður með náðargáfu trúar- 'nnar. Náðargjöf trúarinnar var starfandi í söfnuði Guðs efúr postulatímann. Kirkjufeðurnir nafngreina persónur, sem gegnum gjöf trúarinnar, gjörðu rnikil undur og tákn. Shk trúargjöf var starfandi í lífi Johns Wesley, Georgs Möllero.fl, Smith Wigglesworth sagði; „Biðjum Guð þess, að við mættum framganga í Andanum, svo að Heilagur Andi fái starfað gegnum náðargáfu trúarinnar í söfnuðum vorum og kirkjum I dag“. ♦ Lækningagáfur. Á hérvistardögum sínunt læknaði Jesús fólkið af hverskonar sjúkdómum. Sjá Matth. 4; 24. „Og orðróm- urinn um Hann barst út um allt Sýrland. Og menn færðu til Hans alla sjúka, sem haldnir voru af ýmsum sjúk- dómum og þjáningum svo og þá, sem þjáðust af illum öndum. tunglsjúka menn og larna, og Hann læknaði þá.“ Hvar sem Jesús fór um, starfaði kraftur Drottins, svo að hinir sjúku urðu heilir, hvaða sjúkdómur sem að þeim gekk. Slík dásamleg lækningarundur vill og getur Jesús framkvæmt í dag, „því Jesús Kristur er hinn sarni i gær og í dag og um aldir". Lækningagáfur eru gefnar af Heilög- um Anda, til að hertygja þá, sem gjafirnar hafa, svo að þeir, i Jesú nafni. leysi liina sjúku frá harmkvælum þeirra og þjáningum. Þeir, sern hafa fengið þessar gjafir Andans. hafa í líkingu við lærisveina Jesú, fengið mátt, (vald). til þess að lækna hvers konar sjúkdóma og hvers konar krankleika. Matth.lO;!. í Post. 3; 1-9, segir frá voldugu lækningaundri, á lama manninum við Fögrudyr. Hann hafði verið lamaður í fjörutíu ár. Allt í einu varð hann styrkur, gekk um kring albata fyrir augum allra. Um annað undur lesum við í Post. 9; 32-35. Maður að nafni Eneas, hafði legið rúmfastur í átta ár og var tami. Pétur segir við hann; „Eneas, Jesús Kristur læknar þig, statt upp og bú um þig, og jafnskjótt slóð hann upp“. Öðru lækningaundri er sagt frá í Post. 14;8-10. Maður, mátt- vana í fótum, haltur frá móðurlífi, er aldrei hafði gengið, sprettur skyndilega á fætur og fer að ganga um. Hér starfar lækningagjöfin í andrúmslofti trúarinnar. Trúin er skilyrði fyrir því, að hinn almáttugi Guð geti opinberað mátt sinn og dýrð. Með vantrú og efa er hægt að tak- marka og hindra Drottin i að framkvæma undraverk. Sjá Mark. 6; 5-6 og Matth. 13; 58. „Og Jesús gjörði þar ekki mörg kraftaverk vegna vantrúar þeirra“ Trúin er leiðsla, sem blessanir Guðs streyma í gegnum til okkar. Sjá, Matth. 21; 22. „Og sérhvað það, er þér beiðist í bæninni trúaðir, munuð þér öðlast“. Lifandi trú skapar lifandi samband, milli hins sjúka og hins upprisna, lifandi Frelsara, sem gjörir undur. Lækningagáfurnar hafa tvö- földu hlutverki að gegna. Þær færa lækningu og heilsu hinum sjúku og veiku. og um leið skapa þær traust hjá þeim. sem fyrir utan standa, á boðskap fagnaðarerindis- ins. Drottinn staðfestir sitt Orð með táknum og undrum. Biðjum því meir en áður. um að lækningagáfurnar opin- berist meira vor á rneðal, og að þær séu notaðar á réttan hátt í réttum anda, á meðal hinna trúuðu í dag. 21

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.