Afturelding - 01.04.1979, Qupperneq 23
□
(•reining Anda.
Biblían talar um margskonar óhreina anda, sem eru i
heiminum, og afvegaleiða og eyðileggja mannanna börn.
Lygiandar eru mjög skæðir, þeir eiga svo gott með að villa
um fyrir fólki, þeir geta komið svo sakleysislega fyrir og
dulið sitt falska eðli. Þeir geta jafnvel tekið á sig trúarlegt
yfirbragð og yfirskin guðhræðslu. Þá þarf opinberun
Guðs Anda til að sjá þá í gegn og afhjúpa þá. Við finnum
þessa lygianda í munni falsspámanna á tíð Gamla testa-
mentisins, í I. Konungab. 22: 19 — 23. Þar stóð Guðs-
maðurinn Míka einn á móti fjögur hundruð lygimæl-
endum. Slíkir andar eru það, sem tala í gegnum villu-
kennendur nútímans, og boða í gegnum þá afneitun á
Guðlegum innblæstri Biblíunnar og óskeikulleika
nennar, á Guðdómi Krists, á líkamlegri upprisu Hans, á
endurkomu Hans, einsogN. T. boðar hana, og á mörgum
öðrum höfuðsannindum kristindómsins. Þvi er það
nauðsynlegt fyrir hvern, sem vill framganga í sannleik-
anum og iðka réttlætið, að lifa Heilags Andafylltu lífi.
Spásagnarandar eru einnig mjög viðsjárverðir og
hættulegir. Þegar Guð starfar og úthellir Anda sínum,
Loma þessir andar, til þess að trufla og eftirlíkja þvi sem
Guð er að gjöra. Þessir andar hafa hæfileika til að opin-
hera það, sem leynt er og jafnvel að segja fyrir um hið
°komna. Stundum segja þessar vitsmunaverur sannleik-
ll'in. T.d. þernan, sem greint er frá i Postulasögunni, 16:
'h — 17. En að öllu jöfnu boða þeir uppspunnar skrök-
sögur. Þessir andar hafa sterkar hvatir til að upphefja
nienn, og fela sínar fölsku aðferðir undir blæju guð-
rækninnar. Það hafa verið á öllum tímum manneskjur,
Se'Ti með dulrænum kúnstum hafa reynt að líkja eftir
Guðs sanna verki. Sjá: 2. Mós. 7: 11. Sem upphefja sjálfa
Slg og státa af sýnum sínum." (Kólossubr. 2: 18.)
1 staðinn fyrir að heyra hvað Andi Drottins segir til
safnaðanna, hafa slíkar persónur með hugmyndaflugi
S|nu og óskhyggju lagað til merkilegan boðskap, sem þeir
selja jafnhált Guðs orði. Til þess að sjá við og afhjúpa
shka anda, hefur Guð í náð og visdómi sínum gefið
sófnuði sínum gáfuna —Greining anda. í kristna söfn-
uðinum í Efesus var þessi náðargáfa starfandi, (Op. 2: 2.)
Ljreining anda, er hluti af alvitund Guðs sjálfs, gefin af
Heilögum Anda til andlegra manna og kvenna til að gera
slíkum kleyft að þekkja og greina á milli hinna góðu og
v°ndu anda, til að halda söfnuðunum hreinum og klár-
um.
0
Lungutalsgáfan.
Það fyrsta, sem við tökum eftir varðandi tungutalsgáf-
una er. að það sem talað er, er raunverulegt tungumál.
(Post. 2: II.) ,,Við heyrum þá tala á vorum tungum um
stórmerki Guðs“. Tungutalið ersama eðlis í dag, eins ogá
Hvítasunnudaginn í Jerúslem. Það er fjöldi af dæmum
um. að fólk. sem meðtekur skírn í Heilögum Anda, talar
tungum á skiljanlegum tungumálum. sem það þó sjálft
kann ekki orð í. Þetta er til tákns og vitnisburðar fyrir
ófrelsað fólk, og margir hafa frelsast fyrir þann boðskap.
sem Guð á þennan hátt hefur sent þeim. Tungutalið er
einnig til persónulegrar uppbyggingar. (1. Kor. 14: 2.)
Hversu oft höfum við ekki reynl það, að meðan við tölum
tungum frammi fyrir Guði einum, í innilegu samfélagi
við Hann, að við skyndilega fáum innri uppljómun, sem
af himnesku Ijósi. í hverju við reynum kærleika, kraft,
vísdóm og sjáum rikdómana. sem við eigum í Kristi.
Mannleg orð eru of fátæk til að túlka til fulls þá blessun
og dýrð, sem maður, í sinni innri veröld fær að reyna á
slíkum stundum. Maður gleymir sjálfum sér í Guði, lyftisl
upp í hið himneska. Andi vor talar við Guð, sem er andi.
(Jóh. 4:24.) Slika tilbiðjendur þráir Guð. Þannig getur
bæn i Heilögum Anda framkvæmt meira en bæn með
skilningi einum saman. Guðs fólk hefur ekki ráð á því að
vera án þeirrar blessunar, sem Guð hefur fyrirbúið þvi í
sambandi við tungutalsgáfuna. Heilagur Andi getur
haldið hámessu í helgidómi hjartans. Páll talar um I 1.
Korintubr. 14: 26 33. hvernig tungutalsgáfan á að
notast í söfnuði Guðs. Því þarf hver sá, sem á þessa gjöf,
að vera algáður, vakandi, og nota hana Guði til dýrðar og
söfnuði Hans til uppbyggingar. áminningarog huggunar.
Náðargjöfin útlegging tungna.
Biblían segir, hvetjandi: „Biðji þvi sá, sem tungu lalar.
um að geta útlagt." (I Kor. 14: 13.) svo söfnuðurinn hljóti
uppbyggingu og blessun. Þessar tvær náðargáfur, að tala
tungum og útleggja tungur. eru sem systur, svo náskyldar
eru þær að eðli til. þegar um er að ræða notkun gjafar-
innar. Við útiegging tungna. er mjög þýðingarmikið at-
riði. að vera vakandi í anda sínum. svo maður geti greint
Guðs rödd frá öðrum röddum. Útleggingu tungna má
stundum líkja við móttökutæki, og þá gildir að hafa tækið
innstillt á rétta bylgjulengd, svo maður fái ekki boðskap
frá neinni annari sendistöð en Guðs sjálfs. F.kki sendistöð
óskhyggju né eigin hugsana. Fyrirbyggjandi slíkra hluta
er, að liafa hreinan anda og auðmjúkt hugarfar; algert
kyrrlæti i anda sínum; sjálfsstjórn ogjafnvægi; þá getum
við meðtekið og flutt það, sem Guðs Andi segir. Megi svo
Guð við tíð endalokanna úthella Anda sínunt yfir sitt fólk
og hertygja það með gjöfum og krafti Heilags Anda, svo
lýður Drottins verði sigursæll fyrir hjálp Drollins.
J.P.
23