Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 24
Gestur Sigurbjörnsson:
Skím
Heilags Anda
Ég ætla að segja frá í stuttu máli hvernig ég öðlaðist
skírn heilags anda í lífi mínu, og hvernig það varð til að
gjörbreyta lífi mínu.
Enginn kristinn maður getur verið án þessarar reynslu,
hún er lífsnauðsynleg og Guð vill að hver einasti maður
sem er kristinn öðlist fylling í þessari blessun.
..Þér skuluð vera kyrrir í borginni þar lil þér íklæðist
krafti frá hæðum."
Og það er regin misskilningur og þckkingarleysi á
Ritningunni að segja að þetta hafi einungis gilt fyrir
postulana, en við Hvítasunnumenn neitum því og látum
Ritninguna svara þessu:
Jóh. 7. 37—40: „En síðasta daginn, hátíðardaginn
mikla, stóð Jesús þar og kallaði og sagði: „Ef
nokkurn þyrstir. þá komi hann til mín ogdrekki, sá
sem trúir á mig, úr hans kviði munu, eins og Ritn-
ingin hefir sagt. renna lækir lifandi vatns.“ En
þetta sagði hann um andann. er þeir mundu fá, er
gjörðust trúaðir á hann. því að enn þá var andinn
ekki gefinn. af því að Jesús var ekki enn þá dýr-
legur orðinn."
Og ennfremur segir Pétur, í fyrstu Hvítasunnuprédik-
un sinni:
Post. 2. 38—40: „Gjörið iðrun og sérhver yðar láti
skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda
yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda, því að
yður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar og öllum
þeim, sem í fjarlægð eru — öllum þeim sem
Drottinn Guð vor kallar til sín.“
Hér tökum við allan vafa og tvímæli af. En nú vil ég
koma inn á hlut sem margir misskilja. Það er að skírn
heilags anda og endurfæðingin eru tvennskonar reynsla,
og ekki ein og sama reynslan og því megum við ekki rugla
saman. Jesús var fæddur af Heilögum Anda en eftir skírn
Jóhannesar fylltist hann af Heilögum Anda.
Lærisveinar hans voru endurfæddir, en á Hvítasunnu-
dag öðluðust þeir nýja reynslu. Þeir skírðust i Heilöguni
Anda. Ennfremur lesum við Postulasöguna 19. 1—7.
Þegar Páll kemur til Efesus hittir hann þar fyrir nokkra
lærisveina og spurði þá hvort þeir hefðu fengið heilagan
anda er þeir tóku trú.
„En þeir sögðu: Nei vér höfum eigi svo mikið sent
heyrt að Heilagur Andi sé til. Og hann sagði: Upp
á hvað eruð þér skírðir? En þeir sögðu: Upp á skírn
Jóhannesar. En Páll sagði: Jóhannes skírði iðrun-
arskírn. er hann sagði lýðnum að trúa á þann, sem
eftir sig kæmi, það er að segja á Jesúm. Er þeir
höfðu heyrt það, þá létu þeir skírast til nafns
Drottins Jesú. Og er Páll hafði lagt hendur yfir þá,
kom Heilagur Andi yfir þá, og þeir töluðu tungum
og spáðu. Og alls voru þeir sem næst tólf manns."
Margir hafa sagt sem ég hef vitað um: Á ég ekki hei-
lagan anda? Jú vissulega eiga hann allir sem trúa á
Jesúm og eru endurfæddir af Heilögum Anda. En þeir
hafa ekki skilið að eins og frelsið er gjöf svo er Heilagur
Andi gjöf. Eins og Pétur segir: gjörið iðrun og sérhver
yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningarsynda
yðar og þér munuð öðlast gjöf heilags anda. Þessu verð-
um við að taka á móti í trú. Lærisveinarnir sem Páll mætti
voru trúaðir, en höfðu ekki öðlast skírn Heilags Anda, og
þá ætti þetta að liggja ljóst fyrir að endurfæðingin og
skírn Heilags Anda, er ekki það sama. Það er tvenns
konar reynsla.
Það stendur í norskum málshætti að kærl barn á ntörg
nöfn. Það sama er að segja um þessa dásamlegu reynslu.
Skírn Heilags Anda í Jóh. 1. 33 kallast skírn hcilags anda;
Lúkas 24. 49 Fyrirheit föðurins; Postulasögunni 2. 39
Gjöf Heilags Anda; Post. 19. 2 Heilagur andi; Post. 2.
Fylling andans. Allt er þetta ein og sama reynslan með
mismunandi nöfnum.
En að lokum ætla ég að segja frá minni persónulegu
reynslu, hvernig ég skírðist í Heilögum Anda. Það eru
rúm fjögur ár síðan ég frelsaðist. Aðdragandinn að því að
ég frelsaðist var að bróðir minn tók afstöðu fyrst. Ég sá
það var orðin breyting í lífi hans og velti fyrir mér hvað
hefði valdið þessari breytingu. Hér hlaut kraftaverk að
hafa gerst. Maður, sem var orðinn forfallinn eiturlyfja-
neytandi og afskrifaður af sérfræðingum var orðinn
24