Afturelding - 01.04.1979, Page 28

Afturelding - 01.04.1979, Page 28
AFTURELDING Stærsti og elsti Biblíuleshringur heims, Scripture Union, er 100 ára um þessar mundir. Leshringurinn hófst í Englandi 1879 með 6000 þátttak- endum, nú eru meira en 1.700.000 þátttakendur í 80 þjóðlöndum, sem lesa Biblíuna daglega. (TCATW 4—79) Á alheimsmóti Hvítasunnumanna, sem haldið verður í Vancouvcr, Kan- ada, í haust, verður í fyrsta skipti haldinn „Alþjóðafundur Hvítasunnu- kvenna“. Vænst er skrautlegrar samkomu, þegar konur í þjóðbúningum 80 landa koma saman, ásamt ræðukonum og sönghópum víðsvegar að. (Fréttabréf alheimsmótsins) Sameinuðu Biblíufélögin segja að nú séu 16 lönd í heiminum lokuð fyrir frjálsri Biblíudreifingu. Þessi lönd eru: Afganistan, Alsír, Angola, Búl- garia, Kúba, Líbanon, Líbía, Kína, Máritanía, Mongólía, Rússland, Saudi-Arabía, Tíbet, Tyrkland, Víetnam og Yemen. Árið 1978 var mjög árangursríkt í starfi Hvítasunnumanna í Svíþjóð. í 23 ár hafa ekki verið skírðir fleiri en í fyrra. Aðalaukningin er í þeim söfn- uðum, sem leggja áherslu á starf meðal innflytjenda. (Korsets Budskap 155—79) Unnið er af fullum krafti við að byggja „Trúarborg — Lækninga- og Rannsóknamiðstöð“, sem rís á lóð Oral Roberts háskólans í Tulsa, Okla- homa. Oral Roberts, sem er þekktur lækningaprédikari, reisir þessa stofnun til að mennta kristniboðslækna fyrst og fremst. Byggingarnar rúma læknisfræðilega miðstöð á 60 hæðum, 20 hæða rannsóknastöð og 30 hæða sjúkrahús. Þessar framkvæmdir eru hinar mestu sem unnar hafa verið af einum aðila í Tulsa borg. (TCATW 3—79) Árið 1978 var Biblían og Biblíuhlutar þýdd á 29 ný tungumál og eru þá til á alls 1660 tungumálum, samkvæmt fréttum sameinuðu Biblíufélaganna í London. (Stridsropet 15—79) Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa varið 172.000 dollurum til rannsókna á hvaða aðferðir gefa bestan árangur við endurhæfingu eiturlyfjaneytenda. Niðurstöður rannsóknanna lciddu í Ijós að langbestum árangri skilaði kristin endurhæfingastofnun, sem heitirTeen Challenge. 86% þeirra sem nutu meðhöndlunar Teen Challenge voru lausir við eiturlyfjaneyslu sex árum eftir að meðhöndlun lauk. Sagt er frá stofnun Teen Challenge í bókinni Krossinn og hnífsblaðið, sem Samhjálp gaf út. (Byggt á KS 5078) Nú er komin út að hluta ný þýðing á grænlenskri Biblíu. Til skamms tíma var aðeins hægt að fá Davíðssálma á grænlensku. Áætlað er að Gamla-Testamentið allt verði tilbúið til útgáfu eftir fjögur til fimm ár. (Stridsropet 15—79) í Burma, við kínversku landamærin, er hvert þorpið við annað eingöngu byggt Hvítasunnumönnum! Allir eru sagðir endurfæddir og íbúarnir þekkja ekki aðrar kirkjudeildir en Hvítasunnumenn. í þessum þorpum gilda kristin sjónarmið í einu og öllu. Til dæmis má nefna að fótbolta- kappleik fylgir venjulega predikun og sálmasöngur. Nýlega gerðist það að opinber embættismaður kom í heimsókn frá höfuðborginni Rangoon. Enginn vildi hjálpa honum með farangurinn, því maðurinn kom klyfjaður áfengi. (KS 45—79) Nýverið leiddu rannsóknir í Þýskalandi í Ijós, að prestar mótmælenda eru lífsseigastir þarlendra. Að meðaltali ná þeir 77 ára aldri. Aftur á móti náðu eigendur ölkráa skemmstum aldri og lifa að jafnaði aðeins 58 ár. (KS46—79) Evangelíska lútherska kirkjan í Ungverjalandi hóf útgáfu dagblaðs í maí. Ungverski biskupinn D Zoltan Kaldy, segir að dagblaðið „Diakonia“ eigi að vera „lútherskt blað, sem skoðar mannlífið í Ungverjalandi með lút- herskum augum“. (Stridsropet 22—79) Meðlimafjöldi amerísku Hvítasunnusafnaðanna Assemblies of God jókst út 625.000 árið 1969 í 939.000 árið 1978. Leiðtogar þessarar kirkjudeildar álíta að þessa aukningu megi rekja til náðargjafavakningarinnar. (The Church Around The World 5—79) Hvítasunnusöfnuðurinn Full Gospel Central Church í Seoul í Kóreu óx um meira en 50% á síðasta ári. Söfnuðurinn, sem er einn hinna stærstu i heiminum, taldi um áramót yfir 75.000 meðlimi. Á vegum safnaðarins starfa u.þ.b. 5000 samfélagshópar, sem hittast í heimahúsum, 17 for- stöðumenn, 45 öldungar og 3.400 djáknar. Út frá þessum söfnuði hafa verið stofnaðir þrír nýir í Seoul og tuttugu og fimm söfnuðir annars staðar í landinu. (TCATW 6—79) Þrjátíu amerískar trúarstofnanir munu fá 19.4 milljónir dollara í skaða- bætur frá kínverskum stjómvöldum, fyrir eignir sem gerðar voru upp- tækar 1949. (TCATW 6—79) Aymaraindíánar í Bólivíu hafa nú stofnað kristniboðssamtök, sem eiga að senda kristniboða til Bandaríkjanna. Ayamaraindíánar telja nú um eina milljón manna, þeir hafa verið mjög opnir fyrir kristinni trú og nýlegar fréttir herma að á meðal þeirra séu stofnaðir söfnuðir vikulega. Kristni- boð Ayamaranna í Bandaríkjunum mun einkum beinast að indíánum, sem hingað til hafa verið heldur afskiptir í flestum efnum. (KS 55—79) 28

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.