Afturelding - 01.01.1983, Page 2

Afturelding - 01.01.1983, Page 2
Heilbrigð á svipstundu — eftir 14 ár í hjólastól — Allur líkami minn skalf. Það byrjaði í handleggjunum og leiddi niður í fætur. Þá var ég viss um að Guð mundi grípa inn í og gera eitthvað fyrir mig þetta kvöld. Ég veit ekki hvað skeði næstu mín- útur, en þegar ég kom til sjálfrar mín, gekk ég fram og aftur í salnum. Guð hafði gert undur og kraftaverk og reist mig upp úr hjólastólnum! Það er Vesla Mortensen sem skýrir svo frá, fimmtudaginn 4. mars 1982, eftir að hún hafði á ný öðlast fullkomna heilsu, eftir að hafa verið bundin hjólastólnum í 14 ár. Þetta skeði á venjulegri samkomu í Álaborg í Danmörku, þar sem Vesla hefur búið síðastliðin 23 ár. Hún ólst upp í Hammerfert og hét Vesla Johan- sen, áður en hún giftist. Gleðitár Hún grét oft á meðan á samtal- inu stóð, en það voru gleðitár. - Ég veiktist fyrst 1955, árið áður en ég giftist. Læknamir úr- skurðuðu að ég væri með mænu- sigg. Að ári liðnu fór mér að batna, en síðan hrakaði mér aft- ur. Ég fékk svima og sjóntruflanir og fleira amaði að mér. Mér fór síðan hríðversnandi, þar til svo fór, 1968, að ég hafnaði i hjóla- stól. Á ystu nöf Veikindin ágerðust og fyrir fimm árum var ég komin á loka- stig. Sársaukinn var óbærilegur og ég hafði enga ró, á nóttu serr> degi. Á nóttunni fór ég í hjóla- stólnum fram í eldhús af sársauka og kvölum og veina^* . Ég lokaði

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.