Afturelding - 01.01.1983, Qupperneq 6
Til þín kæri vinur, sem lest þessar línur:
Orðið varð hold, og hann bjó með oss fullur náðar og
sannleika, og vérsáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini
á frá föðurnum.
Jóh. 1.14.
Jesús sagði: „Eg er vegurinn, sannleiki
Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.
Jóh. 14.6.
Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði:
„Faðir stundin er komin. Gjör son þinn dýr/egan, tilþess
að sonurinn gjöri þig dýrlegan. Þú gafst honum valdyfir
öllum mönnum, að hann gefi ei/íft líf öllum þeim, sem þú
hefur gefið honum. En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. “
Jóh. 17. 1-4.
Sá sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða.
Mark. 16. 16.
Kæri vinur, Guð elskar þig og gaf sinn eingetinn son,
Jesúm Krist, til þess að vera friðþæging fyrir syndir
þínar, sem og allra manna.
A llir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.
Róm 3. 23.
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf.
Jóh.3. 16.
Ef þú ert þjáður af synd, í sorgum, sjúkur, eða í
hverskonar erfiðleikum öðrum, þá komdu til Jesú Krists
í trú, því að hann segir:
Komið til mín allir þér, sem erfiði hafið og þungar
byrðar, og ég mun veitayður hvild.
Matt. 11.28.
Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi
það, sem þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn, og haltir
ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp,
og fátœkum er flutt fagnaðarerindi. Og sœll er sá, sem
ekki hneykslast á mér.
Matt. 11.4-6.