Afturelding - 01.01.1983, Qupperneq 7

Afturelding - 01.01.1983, Qupperneq 7
n 10ár frá Eyjagosi Þeir atburðir eru ennþá í fersku minni og munu aldrei gleymast þeim er eignuðust þær reynslur, er gosinu fylgdu. Ymislegt er snertir gosið, beint °g óbeint kemur fram í hugann. Eftirfarandi frásögn á fullkom- lega rétt á að gleymast ekki. Sá er þetta ritar hafði nokkru tyrir gos flutt frá Eyjum, til ann- arra starfa í Reykjavík. Öll sam- fenging við Eyjar var fersk og eðlileg. Nokkru fyrir jól árið 1972, hringir landssíminn og er Skúli Theodórsson, trésmíðameistari, ^jallagarpur og fjáreigandi, í hin- Ufn enda símans. Erindi hans við mrg var að bjóða mér þrjá k'ndaskrokka til kaups. Voru Þetta mikil föll, tveir sauðir fimm vetra og einn hrútur þriggja vetra. Verð og greiðsluskilmálar voru hagstæðir, eins og Skúla var von og vísa, en allt þetta kjöt, n°kkuð á annaðhundrað kíló, nvernig ættum við að torga því. 3ar sem ég held á símtólinu við eyra mér, finnst mér afdráttar- aust, að ég eigi að taka kjötið. Njötið var keypt og flutt um borð 1 Herjólf, þar sem Bogi Einarsson ^ar skipstjóri. Um morguninn, begar skipið kom, þá gat ég ekki °mið kjötinu fyrir í bíl, sem ég al1* ba> fékk ég Sigurð Arngríms- s°n sem er núverandi sóknar- Prestur j Hrísey, til að sækja Jötið, en hann átti þá aftur- yggðan station bíl. Kjötinu var öllu keyrt í reyk, þar sem það fékk söltun og aðra meðferð, við tilbúning hangikjöts. Kjötiðnaðarmennimir dáðu þessi föll og kváðust naumast hafa séð önnur eins. Kjötið var svo tilbúið á nýju ári. Kom ég því í geymslu og var raunar í hálf- gerðum vandræðum með þetta. Kona mín sem er búkona mikil, vissi ennþá ekkert um þetta. Ég var fyrirfram viss um að henni fyndist þetta alltof langt gengið í kjötkaupum. Að morgni 23. janúar 1973 eru allt í einu komnir 20 manns frá Eyjum í heimili okkar. Var þetta fólk sem hraktist undan gosinu, fjölskyldumeðlimir, ættingjar og aðrir vinir. Það var nú engin spurning um kjötið góða. Nóg var til. Þessi blessaða gjöf var nú óspart notuð fyrir gangandi og gesti. Innan 7 vikna þá var það allt búið og uppétið. Vitanlega fékk konan mín að vita um tilkomu alls þessa kjöts, því ekki stóð á henni að matreiða það og bera á borð. Ýmsar hugrenningar koma í hugann, gagnvart þessum at- burði. Var hér á ferð hulin forsjá? Ekki er ég í nokkrum vafa um það, hér var hönd Drottins á bak við. Hann vissi um miklar þarfir og fyllti þær af ríkdómi náðar sinnar. Meðal þeirra er nutu kjötsins, voru ung hjón með dæt- ur sínar tvær. Kjör þeirra voru svo bág, að þau bjuggu aðskilin í sitthverri áttinni. Þau hjónin voru vinnandi dugnaðarfólk og hurfu frá nýlegri íbúð sinni í Eyjum. Viðbrigði hrakninga þeirra voru mikil, eins og fjölda annarra. Slík saga verður aldrei skráð. Um há- degi þennan dag, sem bar upp á laugardag, hringir síminn og er fasteignasali í símanum. Biður hann mig um persónulegan greiða. Fólst hann í akstri, ca. 70 km leið fram og aftur. Gat ég orðið við beiðninni og tók hjónin úr Eyjum með. Um kvöldið þennan sama dag, voru hjónin orðin eigendur á mjög góðri íbúð, að vísu á pappírum, með útborgunargreiðslu. Þegar þetta er ritað 10 árum eftir gos, búa þau hjónin þar ennþá og ástæðulaust er að skipta um húspláss. Þannig komu fyrir atburðir, sem mitt í sárustu þrengingu, óvissu og neyð, gefa tilefni til þakkargjörðar til Drottins, fyrir forsjá hans og fyrirhyggju. Ritstjórinn. Einar J. Gislason er forstöðumaður Hvíta- sunnusafnaðaríns í Reykjavík og hefur gegnt því starfi frá 1. október 1970. Fram að þeim tíma, frá 1948, gegndi hann forstöðu- mannsstarfi í Betel, Vestmannaeyjum. Hann lauk námi frá Bibliu- skóla i Sviþjóð og hefur mikið unnið að krísti- legu starfi, innanlands sem utan.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.