Afturelding - 01.01.1983, Qupperneq 13
frá eldfjallinu og stefndi í átt að
K.lettsnefi, eins og fljótandi ísjaki,
nema þetta var glóandi heitt.
Spurningin var hvort þetta
mundi stoppa, eða teppa höfn-
•na. Þá náttúrulega komu
áhyggjur manna í ljós, því ef
höfnin lokaðist, þá var búið með
hefðbundna atvinnuhætti í Eyj-
um. Nema auðvitað með nýrri
höfn. En þessir atburðir vöTpuðu
sérstöku ljósi í huga mínum á
ntningargreinina, sem segir: „Því
þótt fjöllin fœrist úr stað og háls-
arnir riði skal mín miskunnsemi
við þig ekki fœrast úr stað og minn
friðarsáttmáli ekki raskast, —
segir miskunnari þinn, Drottinn.“
(Jesaja 54:10). Þarna sáum við
fjall færast úr stað, og reyndum
miskunn Drottins.
Það komu margir í veg minn
með spurningar, sem erfitt var að
svara.
Ef Guð er kærleikur, hvers
Vegna lætur hann þetta koma?
Guð er almáttugur, en hvers
vegna hindrar hann ekki þetta?
Þó ég vilji elska Drottin og
heiðra hann, þá er það ekki mitt
að svara svona spurninguni.
Einu sinni var ég að ganga upp
Skólaveginn, þá hitti ég Guðlaug
Gíslason alþingismann og lengi
hmjarstjóra í Vestmannaeyjum.
Hann gengur þvert í veg minn og
segir: Ja, hvernig líst þér á þetta
Óskar?
Og ég segi við hann: Guðlaug-
uri við skulum bara treysta
Orottni. Við skiljum þetta ekki,
en jarðeldar hljóta einnig að vera
' hans hendi! Svo viðhafði ég
þnrna orð, sem ég lærði ein-
hverntíma af Ásmundi Eiríkssyni
"Ekki fellur fjöður né fis, fram úr
Álvalds hendi.“
Guðlaugur sagði: Það er fínt
að eiga svona trú!
Það voru allir jafn elsku-
legir. Það vissu allir um minn
vitnisburð og hvar ég hafði staðið
í gegnum árin. Það var ekkert
verið að tala um sammála eða
ósammála þá. Mér fannst aldrei
opnara að tala um miskunn
Guðs, kærleika Guðs, heldur en á
þessum dögum.
Ég bað Guð urn tákn. Fyrir
mig persónulega, gagnvart
áframhaldandi búsetu í Vest-
mannaeyjum.
Það var að ef íbúðarhúsið mitt
yrði óskemmt og ef að Betel yrði
nothæft, þá ættum við Jóna að
fara til Vestmannaeyja. Svo kom
tilkynning um það 3. júlí um
sumarið að Bæjarstjórn Vest-
mannaeyja lýsti yfir lokum jarð-
eldanna og að öllum væri heimilt
að flytja heim í sitt hús. Ég sagði
við Jónu: Nú eigum við að
undirbúa okkur að fara til Vest-
mannaeyja, og 27. júlí var bú-
slóðin okkar skrásett til flutnings.
Þegar við komum heim var allt
fullt af gjalli. Á lóðinni var þykkt
lag og háir hraukar, þar sem rutt
hafði verið frá húsinu. Fyrir
norðan húsið fundum við dúfu,
sem var ósköp máttfarin og
slöpp. Jóna gekk að henni og tók
hana með inn. Þargaf hún dýrinu
vatn og brauð. Þarna myndaðist
kunningsskapur með þeim. Svo
þegar meira lifnaði yfir í Eyjum
komu fleiri dúfur og hópur þeirra
hélt sig við húsið okkar. Þegar
Jóna kom út fældust venjulega
dúfurnar, nema þessi, hún sat
alltaf kyrr. Mér fannst þetta góðs
viti með dýrið . . .
Fólkið fór að koma heim, vin-
irnir úr Betel. Þar þurfti að dytta
að ýmsu, gasið sat lengi í húsinu,
það sat í viðnum. Maður fann
lengi, einkum í stórviðrum að
það kom upp lykt, sem minnti á
gosmánuðina.
Gasið hafði þau áhrif að það
féll á málmfleti. Stólamir í Betel
eru með krómhúðuðum fótum og
voru allir orðnir svartir þegar við
komum. Mæðgurnar Guðrún og
Sigurbjörg á Grundarbrekku
fægðu alla stólana upp úr kóka-
kóla og unnu á húðinni. Þá sá ég í
samstarfi þeirra hversu innilegt
samband milli mæðga er dýr-
mætt. Enginn brestur í sambandi
þeirra.
í öllum þessunt sviptingum
stóðu þau Anna og Óskar Guð-
jónsson frá Skaftafelli traust eins
og Heimaklettur.
Það er ómetanlegt fyrir lítið
samfélag að eiga svona fólk.
Mannlífið í Eyjum hefur færst
aftur í fyrra horf.
Varðandi andlegu hliðina, þá
eru sumir jafnharðir og þeir voru
fyrir gos. En Betel sem slíkt hefur
á vissan hátt fengið viðurkenn-
ingu í hugum fólksins.
„Aður en fjöllin fœddust og
jöröin og heimurinn urðu til, frá
eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð,“
sagði Davíð konungur. Við feng-
urn að sjá fjall fæðast og við
fengum að reyna að Guð er.
Betel er Guðs verk. Það hefur
sömu einkenni og í upphafi. Það
samlagast ekki heiminum ... og
það er gott.