Afturelding - 01.01.1983, Page 16
Vindafar og eldgos:
Máttarverkið mikla
í Eyjum 1973
„Hann skipar bœði vindum og
vatni og hvorttveggja hlýðir
honum“(Lúkas 8:25).
Ofangreind orð mæltu læri-
sveinar Jesú, furðu lostnir, þegar
þeir sáu og heyrðu til Drottins
okkar, skipa vindi að lægja og
vatni að stillast - og hvorttveggja
gekk samstundis eftir. Þessa frá-
sögu kannast vel flestir við og
hefur hún fylgt kynslóðunum í
hartnær 1950 ár.
Vestmannaeyingar fengu að
reyna það heim 22. janúar og að-
faranótt þess 23. og allt til gos-
loka, 2. júlí 1973, að náttúruöflin
eru ekki háð duttlungum eða
hugdettum manna. Þar að baki er
sjálfur höfundur og smiður
sköpunarverksins, Guð almátt-
ugur.
Það þótti eftirtektarvert, hve
veður var hagstætt mönnum
fyrstu vikur gossins, ef miðað er
við árstíma og hvemig veðurlagi
er almennt háttað á vetrarmán-
uðum í Vestmannaeyjum.
Einkennandi fyrir veðurfar
Vestmannaeyja eru miklir
stormar, aðallega af austri til
suðausturs. Þar eru austlægar
áttir allt að 60—70% af umfangi
allra storma.
Þann 22. janúar 1972 gekk eitt
af þessum austan stórviðrum yfir
suðurströndina og þá einnig yfir
Vestmannaeyjar.
Ofangreint kort sýnir lægð á
Grr?nlandshafi og samskil við
Suðurland. Vindur er all mikill
við Suðurströndina, 65 hnútar/
klst. af austri, sem jafngilda 12
vindstigum eða fárviðri. Tölu-
verð úrkoma fylgir skilum þess-
um. Handan við skilin er suð-
vestan átt, hvassviðri og er vind-
hraði 40 hnútar/klst. og gengur á
með skúrum. Þetta veðurlag
leiddi til þess, að allur fiskiskipa-
flotinn var í höfn í Eyjum og var
beðið þess að veðrið gengi niður.
Um miðnæturskeið eru sam-
skilin gengin vel inn á landið (sbr.
kort II) og snögg umskipti hafa
orðið á veðri. Austan fárviðrið
horfið en þess í stað komin suð-
suðvestan gola með skúrum. Að-
faranótt þess 23. janúar var
komið gott sjóveður í Vest-
mannaeyjum og tóku menn þá til
óspilltra málanna að ræsa út og
gera allt klárt, eins og það er
kallað.
Það er ljóst, að vera fiskiskipa-
flatans þessa örlagaríku nótt á
Heimaey varð forsenda björg-
unar og þungamiðja hennar hvað
mannslífin snertir. Margir hafa
undrast yfir þessari atburðarás.
Engin skýring er til önnur en sú,
að hér hafi náð og miskunn
Drottins og frelsara okkar verið
að verki. Davíð konungur kemst
Cisli Óskarsson lauk
prófi frá Kennaraskóla
íslands 1971, stundaði
siðan framhaldsnám
við Kennaraskólann i
Kaupmannahöfn og er
nú kcnnari við fram-
haldsskólana í Vest-
mannaeyjum.