Afturelding - 01.01.1983, Side 19
líf myndaðist af tilviljun einhvers
staðar í hinum þekkta alheinti síðan
heimurinn myndaðist. Líkurnar voru
svo litlar að þeir skrifuðu í Daily Ex-
press of London (14.08. 81) að lífið á
sér skapara. Líkurnar fyrir því að
einn einfrumungur hefði myndast
einhvers staðar, einhverntíma, voru
álíka miklar og að hvirfilvindur sem
færi í gegnum ruslahaug myndi búa
til Boeing 747 þotu.
Louis Pasteur uppgötvaði að öll
eggjahvítuefni úr lifandi frumum
innihalda aðeins eina gerð af
amínosýrum (levo-aminosýrur). Ef
tilviljun ein ræður í sköpuninni, ætti
að vera jafnmikið af báðum gerðum
aminosýra (dextro og levo). f
minnstu eggjahvítusamböndunum
eru mörg h und ruð aminosýrur og eru
þvi líkurnar að þær verði allar eins,
ótrúlega smáar ef aðeins tilviljun
ræður sköpuninni. Sem sagt, líf er
ekki ntyndað af tilviljun, það þarf
skapara.
Þróun frumlifs til dýra?
Nei, sköpun!')
Þróunarkenningin segir að heild-
aráhrif margra lítilla breytinga í röð
sé ný tegund lífs. Því ætti að vera
hægt að finna í steingervingunum
tengiliði á milli tegunda eða hlekki í
þróunarkeðjuna. Þessir hlekkir hafa
ekki fundist, er álit vísindamanna
®m rannsaka steingervinga. Um-
•næli þeirra verða rakin hér á eftir.
Þróunarkeðjan er þessi: frumdýr
verður að fiski, fiskur að skriðdýri,
skriðdýr að spendýri. Um manninn
verðu fjallað í lokin.
I' rumdýr verður að fiski
I gömlum jarðlögum (frumlífsöld)
finnast skyndilega steingervingar
margra tegunda hryggleysingja.
Þessir hryggleysingjar lifa í sjó og
Þorsteinn K. Ósk-
arsson fæddist í Vest-
mannaeyjum 1949.
Hann er doktor í eðlis-
fræði frá Háskólanum í
Maryland, Bandaríkj-
unum. Hann kennir nú
við Tækniskólann og
Háskóla íslands.
hafa margar frumur. Engir stein-
gervingar finnast í eldri jarðlögum,
ritar D. Axelrod.2) Það er engin
ástæða að mikil þróun hafi átt sér
stað. Kórall hefur ávallt verið kórall
og marglytta ætíð verið marglytta.
Tengiliðir í þróun hryggleysingja til
fiska (hryggdýra) eru ekki til.3)
Fiskur verður skriðdýr
Hugmyndin er að fiskur verði að
salamöndru eða að neðri uggar
fiskjar breytist í fætur. Síðan verður
salamandran að skriðdýri eins og
gerist hjá froskum. A.S. Romer4)
ritar að hlekkurinn í þróunarkeðj-
unni á milli fiskjar og salamöndru sé
ófundinn.
Skriðdýr verður fugl
Steingervingar hafa ekki fundist
sem tengja breytingarfrá skriðdýri til
fugls, ritar W.E. Swinton.5)
Skriðdýr verður
nagdyr eða spendýr
Steingervingar hafa ekki fundist er
tengja breytingarnar frá skriðdýrum
til nagdýra, ritar A.S. Romer.6)
Á tímum Darwins þótti augljós
sönnun fyrir þróunarkenningunni
þróun hestsins. Elstu forfeður hans
voru á stærð við hund og hægt var að
raða steingervingum þannig að
keðjan var hér um bil óslitin. Það var
bara tímaspursmál hvenær þessi
keðja yrði heil. „í dag er vitað að
þessi þróun er í stökkum og mikið
flóknari en þá varhaldið,“ ritar D.M.
Raup.7) Tíminn hefur leitt það í ljós
að það vantar hlekki í þróunarkeðju
hestsins.
Auðvitað skapaði Guð hestinn
eins og allar aðrar tegundir dýra og
„forfaðir hestsins“ er útdauð dýra-
tegund.
Þróun mannsins? Nci, sköpun!
Um þróun apanna segir E.L.
Simons.8) „Þrátt fyrir nýja stein-
gervinga er uppruni apanna hulinn."
Það hafa ekki fundist týndu hlekkir
apanna!
Hvað segja fræðimenn í dag urn
tengiliðina sem menn trúðu áður að
væru í þróunarkeðju mannsins.
Raniapithccus er api segir Dr.
Robert Eckhard.9)
Astropithecus er api segir Lord
Zuckerman.10)
Homo erectus er api sagði Eugene
Dubois"11) eftir að hann fann Homo
erectus og hafði sannfært suma um
að þetta væri einn hlekkur i þró-
unarkeðju mannsins.
Neanderdalsmaðurinn er maður
sagði Dr. A.J.E. Cave á alþjóðlegri
ráðstefnu dýrafræðinga árið 1958.
Dr. Cave rannsakaði beinagrind
Neanderdalsmannsins og komst að
því að fornmaðurinn hafði þjáðst af
gigt og vítamínsskorti, því bein hans
voru bogin.
Flestir vísindamennirnir sem segja
þetta, trúa þróunarkenningunni, þó
niðurstöður þeirra gefi þeim ekki
ástæðu til þess. Ert þú sannfærður
um sköpun Guðs eða þróun lífsins?
Lokaorð
Þegar þróunarkenningin kom
fram fyrir 120 árum, þótti mörgum
að sköpunarfrásögn Biblíunnar gæti
ckki staðist. Því væri sjálfsagt að
varast að fullyrða nokkuð um sann-
feiksgildi Biblíunnar.
Á síðustu 120 árum hefur þekking
mannanna aukist mikið. Það hefur
þurft að breyta þróunarkenningunni
svo hún samræmist nýjurn niður-
stöðum en sköpunarfrásögn Biblí-
unnar er í fullu samræmi við þekk-
ingu okkar.
I dag er ómögulegt að samþykkja
stöðuga þróun einmitt vegna þess að
vitneskja mannsins hefur aukist. Þeir
menn sem vilja trúa þróun og hafna
sköpun Guðs verða stöðugt að að-
hæfa þróunarkenninguna nýjum
staðreyndum. í dag segir þróunar-
kenningin að mjög ör þróun geti átt
sér stað, en þetta er hrein ágiskun,
því engar sannanir eru til fyrir þess-
ari öru þróun. Staðreyndirnar eru í
fullu samræmi við sköpun Biblíunn-
ar. Darwin trúði að þróunarkeðja
mannsins yrði fullkomnari eftir því
sem vitneskja ntannsins ykist, en í
dag vantar alla hlekki í þróunarkeðju
mannsins frá apa. 1 dag vitum við að
Framhald á bls. 30