Afturelding - 01.01.1983, Side 20
200 ár liðin frá
Eldmessunni á Klaustri
8. júní 1783 hófust Skaftáreld-
ar með eldgosi úr Lakagígjum á
Síðuafrétti. í júní næstkomandi
eru því liðin nákvæmlcga 200 ár
frá upphafi þeirra. Gosinu fylgdi
gífurlegt hraunrennsli, gríðarlegt
tjón varð af öskufalli og fólk og
fénaður féll unnvörpum. Þetta
sorgartímabil í íslandssögunni
hefur oft verið nefnt Móðuharð-
indi, sökum misturs eða móðu
sem gætti um land allt þá um
sumarið og sem náði jafnvel til
annarra landa. Gosinu lauk ekki
fyrr en í febrúar 1784 og er talið
eitt stórfelldasta eldgos á íslandi.
Ástæðan fyrir því að við
minnumst Skaftárelda hér og nú,
er sú að 20. júlí 1783 greip Drott-
inn inn í þessa atburðarás. Ein
kvísl hraunstraumsins liðaðist í
átt til kirkju, þar sem fólk var á
bæn til Drottins um liðveislu og
vernd. Virtist fátt geta komið í
veg fyrir að kirkjan yrði hraun-
straumnum að bráð. En hönd
Drottins var eigi svo stutt að hún
gæti ekki hjálpað, né eyru hans
svo þykk að hann heyrði ekki
kveinstafi kirkjugesta.
Séra Jón Steingrímsson mess-
aði í þessari frægu Eldmessu. Við
skulum sjá hvað hann hefur um
þetta að segja:
Þann 20. Júlii, sem var 5. sunnu-
dagur eftir trinitatis, var sama þykk-
viðri með skruggum, eldingum,
skruðningi og undirgangi. En af því
veður var spakt fór ég og allir, sem
hér voru þá á Síðunni, innlendir og
aðkomnir, sem því gátu viðkomið, til
kirkjunnar* með þeim ugga og sorg-
bitnum þanka, að það kynni að verða
í seinasta sinn að í henni yrði em-
bættað, af þeim ógnum sem þá fóru í
hönd og nálægðust, er litu svo út, að
hana mundi eyðileggja senr hinar
tvær. Nær vér þangað komum, var
svo þykk hitasvækja og þoka, sem
lagði af eldinum ofan árfarveginn, að
kirkjan sást naumlega eður svo sem í
grillingu úr klausturdyrunum.
Skruggur með eldingum svo miklar
kippum saman, að leiftraði inn í
kirkjuna og sem dvergmál tæki í
klukkunum, en jarðhræringin iðug-
leg. Sú stóra neyð, sem nú var á ferð
og yfirhangandi, kenndi mér nú og
öðrum að biðja guð með réttilegri
andakt, að hann af sinni náð vildi ei í
hasti eyðileggja oss og þetta sitt hús,
þá var og so hans almættiskraftur
mikill í vorum breyskleika. Ég og
allir þeir, er þar voru, vorum þar al-
deilisóskelfdirinni; enginn gaf af sér
nokkurt merki til að fara út úr henni
eður flýja þaðan meðan guðs-
þjónustugjörð yfir stóð, sem ég þó
hafði jafnlengri en vant var; nú
fannst ei stundin of löng að tala við
guð. Hver einn var án ótta biðjandi
hann um náð og biðjandi þess, er
hann vildi láta yfir koma. Ég kann ei
annað að segja, en hver væri reiðu-
búinn þar að láta lífið, ef honunr
hefði svo þóknazt, og ei fara þaðan
burtu, þó að hefði þrengt, því hvergi
sást nú fyrir, hvar óhult var orðið að
vera. Ég hætti að tala hér frekar um,
svo ei kunni að segjast með sanni, ég
vildi hér með leita mér eða öðrum
lofdýrðar af mönnum. Nei, ekki oss,
heldur þínu nafni drottinn gefum vér
dýrðina. Skoðum heldur, hvað hér
skeði fyrir hans kraft og eftir hans
vilja. Eftir embættið, þá farið var að
skoða, hvað eldinum hefði áfram
miðað, þá var það ei um þverfótar,
frá því hann var kominn fyrir það,
heldur hafði um þann tíma og í því
sama takmarki hlaðizt saman og
hrúgazt hvað ofan á annað, þar í af-
hallandi farveg hér um 70 faðma á
breidd, en 20 á dýpt, sem sjáanlegt
verður til heimsins enda, ef það
verður eigi á önnur umbreyting.
Holtsá og Fjaðará hlupu fram yfir
þær stíflur, er það nýja hraun hafði
gjört þeim, og í mestu flugferð og
boðagangi kæfðu nú eldinn, er
rumlandi og rennandi var í árfar-
veginum og hljóp svo fram og ofan af
áður téðri dyngju, með fossum og
iðukasti. Vatn þetta varsvo mikið, að
áin varð hreint ófær á hestum allan
daginn, undan klaustrinu. Fórum við
svo frá kirkjunni glaðværari heim, en
frá geti sagt og þökkuðum guði fyrir
svo ásjáanlega vernd og frelsi, sem
hann veitti oss og sínu húsi. Já, allir,
er þetta almættisjgrk sjá og heyra af
því sagt, aldir og óbornir, prísi og
víðfrægi þar fyrir hans háleita nafn.
Heimildir:
1) SéraJón Steingrímsson: Ævisagan og önnur
rit, bls. 197 Helgafell Rvk. 1973.
2) Biblían.