Afturelding - 01.01.1983, Side 21

Afturelding - 01.01.1983, Side 21
Gullkorn frá upphafi Hvíta- sunnuvakningar Á árunum 1904 — 1907 var gefið út í Reykjavík tímaritið Trú. Birti það greinar um kristileg efni. Ritstjóri þess og útgefandi var Samúel O. Johnson, trúboði, sem starfaði á þessum árum í Reykjavík. Því miður fer litlum sögum af því hver Samúel var, né heldur hver árangur af störfum hans var. í tímaritinu Trú er fyrst minnst á Hvítasunnuhreyfinguna í íslenskum heimildum og birtum við hér til gamans 2 greinar frá 1907, þar sem greint er frá vakningunni í Los Angeles, 1906. Los Angelos er nú gagntekinn of trúarvakningu, sem minnir oss á þá, sem lýst er i Postg. 2. kap. Frá þessum fagra bæ í Cali- forníu koma fréttir um verk Heilags anda á svo dásamlegan hátt, að vér getum ekki annað en fagnað og þakkað Drottni fyrir hans óendanlegu náð! Oss er rit- að þaðan: Hvítasunnuhátíðin er vissulega hingað komin með öll- um opinberunum Guðs kraftar, sem fram komu á hinni fyrstu hvítasunnuhátíð á dögum post- ulanna. Samkomumar fara fram í gamalli meþódista kirkju, sem að uokkru leyti hefir verið breytt í 'búðarhús. Það sem ennþá ereftir af kirkjunni er stór salur, sem líkist að byggingunni til, að niestu leyti hlöðu með óstein- limdum veggjum. Þangað safn- aðist daglega um 12 manns að halda samkomu. Brátt fór Drottinn að opinbera sinn kraft og rúmið að verða of- lítið fyrir allt það fólk, er inn vildi koma. Nú eru samkomurnar haldnar allan daginn og langt fram á nótt og hinn heilagi eldur breiðist út um allan bæinn og hið nærliggjandi hérað. Stoltir, prúðbúnir ræðumenn koma til þess að „rannsaka", en brátt breyttust þessar stoltu rannsóknir þeirra í undrun, og svo sann- færðust þeir, og rétt á eftir má sjá margan á meðal þeirra liggjandi á hinu óhreina gólfi, biðjandi Guð um fyrirgefningu og bams- legt hugarfar. Það er ómögulegt að segja, hversu margir hafa snúið sér, helgast og fyllst Heil- ögum anda. Það leggja daglega fleiri og færri af stað í allar áttir, að boða hið heilaga fagnaðar- erindi. Það er sagt að þessi trúarvakn- ing standi í sambandi við hina guðlegu opinberun, sem byrjaði í Topeka í Kansas fyrir 5 árum. Nokkrir vinir komu saman til þess að rannsaka Guðs orð, og fundu, að enginn, sem þeir þekktu, hafði hvítasunnueldinn, sem postulunum var gefinn. Þeir sneru sér því til Guðs orðs, sinntu engu öðru, og báðu Drottinn að vísa sér veginn og efla viljann í hjörtum þeirra. Þegar þeir voru skírðir, „sáust eldtungur yfir höfðum þeirra“, segja þeir-sjálfir, og „þá skildu þeir fyrsta kapítulann í Efesus- bréfinu.“ Þrettán þúsund sálir hafa, síð- an þessi atburður varð, orðið blessunarinnar aðnjótandi. í Los Angelos „kom hinn Heilagi andi yfir samkomuna þrjú kvöld.“ Fólkið gjörði ekki annað en biðja til Drottins og vegsama hann; „það fór að tala anndrlegum tungum eins og á

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.