Afturelding - 01.01.1983, Page 22
hinni fyrstu hvítasunnuhátíð, og
syngja söngva fyrir kraft Heilags
anda.“
Svo urðum vér að breyta sam-
komuherberginu vegna þrengsla.
Mikill fjöldi fólks streymir til
vor. Samkomurnar byrja nú kl.
10 árdegis og eru oftast ekki úti
fyrr en kl. 10—12 að nóttunni, og
tíðum kemur það fyrir, að þeim
er haldið áfram þangað til kl. 2-3
eftir miðnætti, af því að þar eru
þá svo margir viðstaddir, sem eru
gagnteknir af Guðs krafti.
Fólkið streymir til altarisins,
fellur þará kné leitandi frelsunar,
og margir verða að standa upp úr
sætum sínum til þess að lofa hin-
um nýkomnu að setjast. Margir
sjúkir læknast.
Ekki allfáir tala annarlegar
tungur og eru nú lagðir af stað til
heiðingja landanna, þeirra
erinda, að útbreiða þar þennan
mikla Guðs kraft. Og sífellt verða
þessir vinir vorir fullkomnari og
fullkomnari, biðjandi um enn
meiri Guðs kraft.
Mikilvægar líkamlegar lækn-
ingar fara fram. Margir hætta að
brúka gleraugu, þar eð augu
þeirra verða fullkomlega heil-
brigð.
Heyrnarlausir fá heymina
aftur. Maður nokkur, sem hafði
haft andarteppu í 20 ár, varð
heill. Margir, sem hafa þjáðst af
hjarta- og augna-sjúkdómum,
hafa læknast. Einnig eru hér
nokkrir, sem hafa fengið þá gáfu
að leika á hljóðfæri. Lítil stúlka,
sem gekk við hækjur, eftir læknis
fyrirskipun þar eð hún hefði
berkla í fætinum, varð heilbrigð,
kastaði hækjunum og fór að
hoppa og hlaupa um salinn. Á
heimilum fólks um allan bæinn
hefir Drottinn kveikt sinn vekj-
andi eld með brennandi áhrifum
Heilags anda.
Margar kirkjur hafa beðið um
hvítasunnuhátíð sem þá, er
stendur í Postulanna gjörning-
um; en er hún komin. En spurn-
ingin er, vilja þær nú taka á móti
henni? Það er vissulega nú þegar
mótstaða gegn þessari trúarvakn-
ingu, frá blaðanna hálfu „en hún
hefir orðið til þess að reka
hungraðar sálir til samkomanna,
þessir menn vissu, að djöfullinn
berst aldrei á móti því, sem hann
ekki trúir að Guði sé tilheyrandi.
Og þegar þeir nú eitt sinn hafa
verið á samkomunum, hafa þeir
„orðið þess fullvissir, að þetta var
í sannleika Guðs kraftur.“
Jesús var of stór til þess, að
hann kæmist fyrir í samkundum
Gyðinga, hann prédikaði því til
fjöldans úti á víðavangi. Og þessi
hvítasunnuhreyfing er of stór til
þess að vera bundin við einstök
félög og einstaka þjóð, hún verk-
ar í allar áttir og sameinar alla
með bandi kærleikans. Það eru
einmitt nú margir prestar og
söfnuðir, sem ekki vilja kannast
við þessa hreyfingu, en slíkt hefir
enga þýðingu, því margir þeirra
eru nú gagnteknir af þessu guð-
dóms afli, og eru nú sömu trúar
og vér, og fá að sjá Guðs kær-
leika.
Maður nokkur Múhamedstrú-
ar, fæddur í Lundúnum, er túlkur
og talar 16 tungumál, kom inn á
samkomu í Azusagötu og fékk
þar boðskap, sem enginn skildi,
utan hann sjálfur, en hann gat
skilið hann og þýtt og skrifað á
margar tungur.
Fólk af öllum þjóðflokkum fær
nú að heyra hið heilaga
evangelíum, „sérhver á sína eigin
tungu. í hinni rússnesku kirkju í
Los Angelos talaði kvenmaður á
rússnesku eftir því, sem andinn
bauð henni að tala. Rússar þeir,
er inni voru, urðu svo glaðir við
að heyra sannleikans boðskap, að
þeir grétu og jafnvel kysstu
hendur hennar.“
Kvöldið eftir, þar sem hópur af
Rússum var viðstaddur á sam-
komu einni, var Lee, fyrrverandi
kaþólskrar trúar maður, kjörinn
til þess að tala til þeirra á þeirra
eigin tungu. Á meðan hann talaði
og söng, kom einn af Rússunum
til hans og faðmaði hann að sér.
Það var „heilög sjón“, og Heil-
agur andi kom yfir Rússana eins
og hina aðra, sem þar voru við-
staddir, og þeir lofuðu og veg-
sömuðu Guð allir saman.
>•
&
Dálítil stúlka tólf ára gömul,
var helguð Drottni sunnudags
eftirmiðdag á barnasamkomu, og
um kvöldið var hún skírð með
Héilögum anda. Þegar kraftur
Guðs kom yfir hana, sögðu þeir,
er nær stóðu: „Hver getur efað
skírt vitni um guðlegan mátt.“
Ungur maður, sem snerist til
helgunar, skýrðist Heilögum
anda, og fór að „tala annarlegum
tungum eftir hálfan tíma.“ Hann
læknaðist einnig þá þegar, af
tœringarsjúkdóm, svo þegar hann
í næsta sinn kom til læknisins
viðurkenndi læknirinn að hann
væri heilbrigður. Hann talar nú
mörgum tungum og hefur einnig
fengið spádómsgáfu, skrifar
mörg tungumál og hefur fengið
köllun að fara til heiðingja land-
anna.
Fólk borgar hinar gömlu
skuldir sínar, og gefur þeim upp-
bót, sem það hefir í reikningum
gjört rangt; þeir sem áður voru
óvinveittir sættast heilum sáttum.
Maður nokkur, sem hefur snúist
frá ofdrykkju, hefur viðurkennt
glæp, og kveður sig fúsan að sæta
þeirri hegningu, sem lögin
ákveða. Fólk sem lifði lauslæti og
hórdómslífi, eða með öðrum
orðum, höfðu leitast við að fá