Afturelding - 01.01.1983, Síða 27

Afturelding - 01.01.1983, Síða 27
RÉTTIR _ ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR ákvörðun verður tekin í þinginu í febrúar—mars. Vennegam með tilheyr- andi höll var stöð fyrir alkohólista á veg- UIT> sænsku heilbrigðisþjónustunnar. LP-stofnunin ætlar sér að nota Venne- gam sem griðland fyrir alkóhólista og fjölskyldur þeirra, skapa áfengislaust samfélag. HV 183 Klaustrið í Erfurt, A-Þýskalandi, þar sem Marteinn Lúther dvaldi sem munkur °g prófessor 1505—1511, á nú að verða alþjóðleg kirkjumiðstöð. Klaustrið var stofnað 1276 og það var þar sem Lúther lagði gmnninn að kenn- >ngu sinni. Eftir ýtarlegar Biblíurann- sóknir gaf hann yfirlýsingar, sem að lokum leiddu til aðskilnaðar hans frá ka- þólsku kirkjunni. A-þýsku kirkjumar vilja samt ekki að klaustrið verði dauður minnisvarði, heldur að klaustrið verði lifandi miðstöð og mæti brýnni þörf í starfi kirkjunnar. HV 383 f febrúar var fundur fulltrúa Samein- uðu Biblíufélaganna, Kaþólsku biblíu- stofnunarinnar og ýmissa forsvara kristniboðsfélaga auk kirkjuleiðtoga í Jerúsalem. Tilefnið var að skipuleggja starf ársins 1984, en það verður alþjóðlegt Biblíuár. Meðal annars verður lögð áhersla á að ljúka við þýðingu Biblíunnar h fjölmörg tungumál, sem enn eiga ekki Bibliuna. Frumkvæðið kemur frá Noregi og heitir forystumaðurinn Frank Kaleb Jan- sen. HV383 Enn berast fréttir um mikla erfiðleika hinna kristnu í Albaníu. Margir trúaðir eru algjörlega einangraðir frá þeim fáu Prestum, sem enn eru á lífi og halda áfram þjónustu sinni þrátt fyrir bönn. Prestar, sem gripnir eru við brauðs- hrotningar í heimahúsum, eru dæmdir til langvarandi vinnubúðavistar. Fjölskyld- UT koma daglega saman til bæna, þrátt fyrir vissu um að ef upp kemst, þá bíða vinnubúðirnar og þarf ekki réttarhöld til að kveða upp dóminn. Einn hinna kristnu sagði: „Við biðjum ekki aðeins fyrir sjálfum okkur, heldur fyrir öllum þeim sem þjást. Þjáning okkar hefur hreinsað hú okkar.“ Meðal hinna kristnu gengursaga um að háttsettur maður í lögreglunni, þekktur fyrir hatursfulla andstöðu við kristið fólk, hafi komið með alvarlega veikt bam sitt í kirkju og beðið hina kristnu um fyrirbæn. Barnið varð alheilbrigt og maðurinn gaf peninga til endurreisnar kirkjunnar. Famar hafa verið kröfugöngur 1 Norður-Albaníu og þess krafist að kirkjur og moskur verði aftur opnaðar. Ferða- menn hafa hitt böm, sem fædd eru eftir 1976 og bera kristin nöfn, en það ár var bannað að nefna nöfnum sem visuðu til kristinnar trúar. EH 183 Stærsta deild Hvítasunnumanna í Bandaríkjunum eru Assemblies of God. Þeir hafa nú í þjónustu sinni 23.000 predikara. Þessi hreyfing vex mjög ört, um árabil hafa Assemblies of God verið í fremstu röð hvað varðar meðlimafjölgun og stofnun nýrra safnaða í Bandaríkj- unum. KS 1083 Eftir tveggja vikna samkomuherferð Reinhards Bonnke í Natal, S-Afríku, höfðu 6107 gefist Kristi. Nú eru 15 ár síðan Bonnke hélt fyrstu predikun sína yfir litlum hópi Afríkana í Newcastle, S- Afríku, áður en hann fór í sína fyrstu trú- boðsferð til Lesotho. KS 1083 Nú eru tíu ár liðin frá því að fyrsti frjálsi kristilegi skólinn var stofnaður í Danmörku. Síðan hafa 24 slíkir skólar stofnað „Landssamband um stofnun frjálsra kristilegra skóla." Það var fyrst í fyrra að ekki bættist við neinn nýr skóli, fram að þessu hefur nemendafjöldi vaxið jafnt og þétt, en nokkuð hefur dregið úr þeim vexti und- anfarið. KS 1083 I fyrsta skipti í kirkjusögunni mun yfirmaður Kaþólsku kirkjunnar predika í mótmælendakirkju og ræðuefnið verður Marteinn Lúther. Leiðtogi Evangelísku-Lúthersku kirkj- unnar á Ítalíu, Christoph Meyer, Róm, tilkynnti að Jóhannes Páll II páfi mundi predika í evangelísku Kristskirkjunni í Róm. Tilefnið er 500 ára minning fæð- ingar Marteins Lúthers. Vatíkanið hefur lýst velþóknun sinni yfir þessa svonefndu „safnaðarheimsókn". Ekki var búið að ákveða dagsetningu heimsóknarinnar, þegar þetta var ritað. flÉTTlR _ ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR Evangelíska-Lútherska kirkjan, var stofnuð 1948 og tilheyra henni 15 þýsku- mælandi og ítalskir söfnuðir. Yfir 99,6% Itala eru kaþólskir. EH 183 Þeir kristnu ættu að biðja meira saman og stríða minna hver við annan. Svo sagði Karl Carstens forseti Vestur-Þýskalands í ræðu nýlega. Honum þótti athyglisvert hve margir kristnir hafa gleymt bæninni. — Þegar maður spyr lækna, félagsráð- gjafa og sálfræðinga, sem 1 starfi sínu fást við sjúkt fólk, plagað af depurð og ótta, hvort þeir hafi nokkum tíma reynt að hjálpa hinum sjúku með bæn. er maður oft álitinn vera skilningslaus, já maður er næstum litinn meðaumkunaraugum fyrir að hafa svo gamaldags viðhorf, sagði for- setinn. Hins vegar er oft mikil togstreita meðal hinna kristnu um pólitísk, félagsleg og þjóðfélagsleg málefni, þar sem hver og einn í hinum ýmsu stjórnmálaflokkum vitnar í fagnaðarerindið. Þá gleymist að öllum getur orðið á í þessum málaflokk- um. Aftur á móti höfum við fast undir fótum þegar við sameinumst í bæn og áköllum Drottin vom, sagði Carstens og hvatti þá kristnu: Biðjum meira saman, hvert með öðru! HV 183 Ameríska Bibliufélagið hefur greint frá merkilegu þorpi í suðurhluta Dóminí- kanska lýðveldisins. Þorp þetta á tilveru sína að þakka „dularfullu" eintaki af Nýja testamentinu. Enn ídagveitenginn í Mancebo fjölskyldunni hvaðan bókin kom en fyrir hálfri öld fannst hún í heimili fjölskyldunnar, sem þá bjó í litlu þorpi í Dubjele sýslu. Fjölskyldan las allt Nýja testamentið og fannst hún þurfa að miðla því með nágrönnum sínum. Fyrir áhrif Nýja testamentisins byggðu þorps- búar kirkju, það varð þeim hvatning til að helga sig þessu enn meira. Þeir ákváðu að endurbyggja allt þorpið og raða íbúðar- húsunum hringinn í kringum kirkjuna. Þeim fannst það sýna á jákvæðan hátt að Orðið var orðinn miðdepill lifsins. f dag er þorpið orðið að litlum bæ, nýjar kyn- slóðir eru fæddar og nýir prestar eru komnir til að þjóna í kirkjunni. Hún stendur enn sem andlegur og skipulags- legur miðpunktur bæjarlífsins, upp- spretta lifandi kraftar og tákn um trúna sem styrkist með hverju ári. Charisma 1282 - ERLENDAR FRÉTTIR

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.