Afturelding - 01.01.1983, Page 29

Afturelding - 01.01.1983, Page 29
 sakað þær. Það má vera að van- þekking ráði þar mestu um. Ég þekkti ekki Guð eða skyldur mínar gagnvart honum eða hans mikla kærleika, að deyja fyrir mig. Ég hefi verið of fáfróður um hina slæmu hegðun mína með tilliti til annarra. En þessi fáfræði er þó ekki raun- veruleg afsökun, af því að ég átti að vita betur. Ég hefði átt að lesa Biblí- una og hlusta á þá sem vildu kenna mér og koma fyrir mig vitinu. Ég hefði átt að hugsa um sál mína og hrópa til Guðs um hjálp. En ég gerði það ekki. Og nú er eins og rnunnur minn sé lokaður. Ef nú geri ég hér með játningu mína frammi fyrir Guði sem sekur maður, án afsök- unar, sem verðskuldaði reiði Guðs nú og um eilifð. Það er ekki einungis uð ég játa þetta fyrir mér einum, heldur hefi ég líka syndgað í nærveru fjölskyldu minnarog í nærveru fólks umhverfis mig. Ég játa fúslega syndir mínar og mig iðrar þess að hafa drýgt þær. Ég játa fyrir hinurn kristnu, fyrir fjölskyldu minni og fyrir heiminum. Ég fyrirvarð mig ekki áður fyrir ðrýgðar syndir, en nú vil ég opinber- ^ega játa þær allar. Fjórða skrefið: Syndin fjarlægð Það er ekki einungis að ég sjái sjálfan mig sem syndara og hati þær og játi framnri fyrir Guði og mönn- um, heldur geri ég nú, með Guðs hjálp, yfirbót og betrun og læt af þeim, hversu mikla ánægju svo sem ég hefi haft af þeim í fortíðinni og hvað sem þær vilja lokka niig til að gera í framtíðinni. Ég játa hér og nú í krafti Guðs að ég fjarlægi þær allar og lofa að drýgja þær ekki meir. Fimmta skrcfið: Beðið um fyrirgefningu synda Með þá tilfinningu í huga hversu sntánarlega ég hefi snúið mér frá hinum himneska föður mínum, með því að hafna elsku hans, brotið boð- orð hans og haft áhrif á aðra að gera hið sama, krýp ég hér og nú í allri auðmýkt frammi fyrir þér himneski faðir. Miskunnaðu mér aumum syndara og ég bið þig í nafni Jesú Krists að fyrirgefa ntér allar syndir mínar, stórar og srnáar og veita mér Guðsbarnaréttinn. Sjötta skrefið: Helgun Ég lofa því Guð, hér og nú, í krafti þínum og af öllu hjarta, að ef þú vilt fyrirgefa ntér allt og taka ntig að þér, vil ég frá þessum degi vera þinn trú- fasti þjónn og lofa þér að eyða því sem eftir er ævi minnar þér til dýrðar og flytja boðskap þinn um kærleika og elsku Jesú Krists, þeim sem ekki þekkja hann. Sjöunda skrefið: Trú Ég trúi að Jesús Kristur, sonur Guðs, í mikilli miskunn sinni og náð. hafi dáið fyrir mig og hafi borið syndir mínar upp á krossinn. Og í þeirri trú býð ég hann velkominn inn í hjarta nritt, sem Frelsara ntinn frá synd. eigingirni, frá valdi Satans og frá glötunarstaðnum. Jesús Kristur segir í Biblíunni eins og áður hefur verið nefnt, að ef ég komi til hans, muni hann alls ekki reka mig í burtu. Ég leita hans nú af öllu hjarta, sem aumur hjálparvana syndari. leitandi frelsisins. Ég veit að hann mun ekki hafna mér, heldúr taka niig að sér og fyrirgefa ntér. Blóð hans, sem rann á Krossinum, hreinsar í burtu allar mínar syndir. Hann var særður vegna rninna synda og kraminn vegna minna misgjörða og hegningin sem ég hafði til unnið kom niður á honum og fyrir blæðandi sárin hans er ég læknaður og tilheyri fjölskyldu hins sanna lifandi Guðs. Ég hefi hlotið fyrirgefningu og er frelsaður. Dýrð sé Guði! Þýtt: Garðar Loftsson.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.