Afturelding - 01.01.1986, Page 8

Afturelding - 01.01.1986, Page 8
MQfflM® Gísli J. Óskarsson Aldrei áður í sögu mannkyns hafa menn átt kost á öðru eins flóði upplýsinga, frétta og afþreyingar og nú. Afkastamestu tœkin á þessum vettvangi kallast einu nafni fjölmiðlar. Tilþeirra teljast dagblöð, útvarp og sjónvarp, einnig tímarit, hljóðritanir og bœkur. Nú eru tölvur sem óðast að koma inn íþessa mynd, til að auka enn afköstin. Alheimssjónvarp Allt bendir til þess að sjón- varpið sé áhrifaríkast fjölmiðl- anna og enn er ekki fyrirsjáan- legt að vænta megi neins sem veltir því úr sessi. Sífellt koma fram nýjungar, sem styrkja veldi sjónvarpsins. Sjónvarpið er þeim kostum búið að geta sýnt Iifandi myndir af mönnum og málefnum, auk þess að gefa myndunum tal og tóna. Einnig ersjónvarpið miðill augnabliksins. í heimi hraðans hefur sjónvarpið þann ótvíræða kost að geta „verið á staðnum“, verið í miðri hringiðu heims- málanna. Áhorfendur verða beinir þáttakendur í heimsvið- burðum. Fjölmiðlarnir, og þá einkum sjónvarpið, hafa mjög mótandi áhrif á viðhorf manna. Það er eftirtektarvert að sjá hvernig gildi manna hefur breyst fyrir áhrif Ijölmiðlanna. Menn kippa sér lítt upp við það þótt þeir sjái stórslys, aftökur og þess háttar á skjánum. Fólkið hefur harðnað svo við að sjá slíka atburði svið- setta í leiknum myndum, að raunveruleikinn er settur á stall með óraunveruleika kvikmynd- anna. Áhorfendur nútímans eru jafn ónæmir og múgurinn í Róm forðum, þegar menn skemmtu sér við að horfa á meðbræður sína neydda til að murka hverja aðra niður í hringleikahúsunum. Viðhorfið til náungans hefur breyst og er enn að breytast. Kærleikurinn til óborinna, jafnt og borinna manna hefur kólnað niður úr öllu valdi. Á sjöunda áratugnum var gerð tilraun, í Þýskalandi og Banda- ríkjunum, um hvernig fólki þætti að vera án sjónvarps um nokkurn tíma. Þeir sem gengu undir tilraunina áttu afar erfitt með að ná tökum á heimilislíf- inu fyrstu vikuna. Það var sam- dóma álit allra tilraunarþolanna að sjónvarpsmissirinn hefði ver- ið líkastur ástvinamissi. Þetta var svo alvarlegt að sum bam- anna hefðu fremur kosið að missa föður sinn en sjónvarpið. Eftir nokkurn tíma komst aft- ur jafnvægi á í heimilislífinu. Fólk tók til við að lesa bækur, hlusta á útvarp, föndra við tóm- stundaiðju - og tala við börnin sín. Foreldrar játuðu það hrein- skilnislega að vegna sjónvarpsins hafi þeir ekki haft tíma til að tala við börnin. (Sjónvarpað var 14 stundir á dag og víða var kveikt á sjónvarpstækinu allan daginn). Nú fyrst gáfu þau sér tíma til að tala við börnin um vandamál þeirra og leiðbeina þeim. Tuttugu árum síðar, eða nú nýlega, var talað við fólkið sem tók þátt í tilrauninni. Kom í ljós að fljótlega hafði sótt í sama far- ið eftir að sjónvarpsbindindinu lauk. Sjónvarpið varð aftur ráð- andi afl í heimilinu, enginn tími var fyrir börnin, uppeldi þeirra

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.