Afturelding - 01.01.1986, Side 15
1.
Það hefur dregið úr boðuninni
um efstu tíma. Það líður oft
langt á milli þess að maður rek-
ist á þetta efni í töluðu eða rit-
uðu máli. Það ernokkuð um lið-
ið síðan ég heyrði kristna menn
tala um að hér væri enn eitt
táknið, sem segði fyrir um end-
urkomu Krists, og ætti eftir að
rætast. Ég get ekki sagt annað en
ég hafi hlustað á samtalið með
nokkurri undrun og vanþóknun.
Er það mögulegt að menn, sem
telja sig sannkristna, komi með
slíkar útleggingar á okkar dög-
um? Ég á hér einungis við það
fólk, sem trúir að Biblían sé
innblásið Guðs orð. Það fólk,
sem fyrirlítur ekki spámannleg-
an boðskap Heilagrar ritningar.
2.
Fimm stóru spádómarnir um
endurkomu Krists hafa ræst fyrir
augunum á okkur: 1) „Gœtið að
fikjutrénu og öðrum trjám",
(Lúkas 21:29). Endurreisn Gyð-
Endur-
koma Krists
Emanuel Minos
ingaþjóðarinnar og sjálfstæði
þjóðanna er staðreynd í dag. 2)
„Þjóö mun rísa gegn þjóð og riki
gegn ríki“, (Matteus 24:7). I dag
eru átök þjóða og þjóðflokka í
milli um allan heim og meira að
segja sumstaðar í Evrópu. 3) „Þá
verður hungur og landskjálftar á
ýmsum stöðum", (Matteus
24:7). Hamfarir náttúrunnar um
allan heim eru mönnum mjög
vel kunnar. 4) „...átu menn og
drukku, kvœntust og giflust...",
(Matteus 24:38). Siðferðileg
upplausn er útbreiddari en
nokkurn grunar. 5) „...gróður-
settu og byggðu ..(Lúkas
17:28). Efnishyggjan og keppni
eftir efnislegri velgengni hefur
aldrei verið jafn yfirþyrmandi og
á okkar dögum.
3.
Á þessum deyfðartímum
kcmur fram fólk, sem vill kenna
okkur að markaðssetja fagnaðar-
erindið. Þetta hugtak, sem er að
ræna okkur glöggskyggni, rekur
uppruna sinn til heimshyggju og
veraldlegrar afstöðu. Við eigum
að markaðssetja þannig og
hinsegin í trúarlegu tilliti. En
það er því miður ekki hægt að
höndla með eilífan sannleika um
frelsi og glötun manna á sama
hátt og kramvöruverslun. Sam-
tími okkar þarfnast ekki rugl-
ingslegrar hentistefnuguðfræði,
sem er velþóknanleg föllnu
mannkyni. Heldur fagnaðarer-
indið um synd og náð, sannleika
og lygi og þessi alvarlegu orð
Jesú: „Hver sem vill fylgja mér,
afneiti sjálfum sér, taki kross
sinn og fylgi mér“, (Matteus
16:24). Áður en Jesús kemur aft-
ur koma þeir tímar að fólk þolir
ekki fagnaðarerindið eins og það
var gefið: „Því að þann lima
mun að bera, er menn þoia ekki
hina heilnœmu kenning, heldur
hópa þeir að sér kennurum eflir
eigin fýsnum sinum til þess að
heyra þaö, sem kitlar eyrun", (11.
Tímóteusarbréf4:3).
KS 5085 - gé