Afturelding - 01.01.1986, Side 19

Afturelding - 01.01.1986, Side 19
Hún var send heim til að deyja Þorpsbúarnir hengja gardín- urnar fyrir gluggana þannig að munstrið snúi að götunni. Kæli- skápnum er kornið þannig fyrir að þeir sem ganga framhjá eigi ekki í neinum erfiðleikum með að sjá hann. Oft er skáp með glerhurðum stillt upp á miðju gólfi, rétt fyrir innan útidyrnar. í honum eru dýrgripir fjölskyld- unnar geymdir, svo allir geti séð þá. Thailendingar hafa ekki sama mælikvarða á þægindi og við. Við fyrstu sýn virðist svo sem þeir hafi ekki neina þörf fyr- ir einkalíf. Sá innhverfi, einangr- andi lífsmáti, sem við erum svo vön, á illa við hér í landi hláturs- ms. Veðurfarið er jafn hlýtt og þjóðarsálin. Fólkið er mjög til- iinninganæmt. Komi einhver í heimsókn, þá er best að láta öll verk niður falla og gefa gestinum allan þann tíma sem hann óskar. Maður verður að gæta þess að gefa klukkunni ekki auga, því það merkir að gestinum sé best að fara að hypja sig. Að gefa hvert öðru tíma og njóta sam- vista er mikils metið. Fólk á að geta unað saman, án nokkurrar sérstakrarástæðu. Ó, hvað ntér urðu á mörg mis- tök, áður en mér lærðist þetta! Enn finnst mér ég vera líkt og nemandi, þegar ég er innan um Thailendinga. Tólf ár hafa reynst of skammur tími til að kynnast þessu sérstæða fólki. Líklega hefðurn við vesturlanda- búar gott af að tileinka okkur eitthvað af visku og lífsreglum austurlandabúa. Stundum er erfitt að vera „hvítskinni“ í Thailandi. Því miður eru ekki allir ferðamenn til sóma fyrir menningu hinna hvítu. Meðal allra kynstofna má finna rnargt ágætt og eitthvað miður gott. Ef við aðeins gætum lært að gefa gaum að hinu góða og lagt stund á það. 11. apríl 1983 Jafnvel hér í Prachuab er ég sí- fellt minnt á krabbameinið, sem braust út í líkama mínum fyrir rúmu ári síðan. Það var kátbros- legt að sjá viðbrögðin á markaðs- torginu þegar ég sýndi mig þar daginn eftir að ég kom. Þau höfðu síðast séð mig föla og ræf- ilslega áður en ég kvaddi Thai- land. Síðan höfðu þau heyrt að ég væri á leið heim til að deyja. Nú stóð ég hér á ný, sprelllif- andi, full af lífsgleði og orku. Þau störðu og störðu á mig, rétt eins og þau hefðu séð aftur- göngu. Svo brutust út hjartanleg fagn- aðarlæti yfir að sjá mig á ný - lifandi, feita og fríska, eins og þeir sögðu. Já, það er rétt að ég hafði braggast um átta kíló í

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.