Afturelding - 01.01.1986, Page 22

Afturelding - 01.01.1986, Page 22
Sandi Patti kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir rúmum fimm árum. Frá því hefur hún hljóð- ritað nokkrar metsöluplötur, sungið fyrir hundruð þúsunda áheyrenda, fengið sjö Dove- verðlaun, þrívegis verið tilnefnd til Grammy-verðlauna og hlotið þá eftirsóttu viðurkenningu einu sinni. Velgengni Sandi Patti er þó ekki mæld í verðlaunum eða fjölda seldra hljómplata, hversu glæsileg lesning sem það kann að vera. Ástæða þess að milljónir kristinna áheyrenda hafa tekið þessari ungu söngkonu tveim höndum er að söngur hennar snertir við hjörtum þeirra. Henni er af Guði gefin ákaflega góð söngrödd og hún syngur af einlægni og trúartrausti, sem geislar frá henni jafnt á sviði og utan þess. Sandi Patti flytur fagnaðarerindið í söngvum, sem einkennast af yfirfljótandi gleði. „Alla ævi hef ég reynt að leyfa Drottni leiða mig í ákvörðunum og gjörðum. Ég hef komist að því að ef ég geri það sem hann fær mér dag hvern og ég er trúföst við Orðið hans, þá er ég ánægð í vilja Guðs,“ segir Sandi Patti. Sandi er dóttir söngtrúboða og hún var aðeins átta ára gömul þegar hún gaf líf sitt Guði. Sönghæfileikar hennar komu fram á unga aldri og hún tók snemma virkan þátt í söngferðalögum foreldra sinna og tveggja bræðra. Hún lauk háskólanámi og ætlaði að verða kennari, í háskólanum kynntist hún manni sínum John Helvering. Hann hvatti hana til að gera hljómplötu fyrir sjálfa sig og vini sína. Þessi plata barst forráðamanni hljómplötuútgáfu einnar í hendur og hann hringdi til Sandi Patti og bauð henni samning. Hún sagðist vera að fara að gifta sig eftir nokkra daga og bað hann að hringja seinna. Hann hringdi tveim mánuðum síðar og Sandi Patti tók boði útgefandans. „Mig dreymdi aldrei um að ég færi þá braut, sem ég er á. Við John fórum í stutta hljómleikaferð um Kaliforniu 1980 og þá komumst við að því að tónlistin var að verða meira en tómstundagaman. Við sögðum Drottni að væri það hans vilji að við helguðum okkur þessu sviði, værum við tilbúin." Vilji Guðs staðfestist er Bill Gaither (þekktur höfundur og söngvari) hringdi og spurði hvort Sandi Patti vildi ferðast með sönghóp hans og syngja bakraddir. „Ég lærði svo margt af þeim“, segir Sandi Patti. „Þau kenndu mér að þjóna fólkinu“. Sandi gerði hverja hljómplötuna á fætur annarri og viður- kenningarnarog verðlaunin

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.