Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Blaðsíða 45
39
meira trausts og' því nieiri virðingar nýtur hann,
bví betur sem menn þekkja hann og því leng-
ur sem þeir hafa kynnst honum.
Bjarni prófastur Jónsson er fæddur 21. okt.
1881, er því 51 árs að aldri og í fullum starfs-
krafti, enda mun honum nú ekki veita af starfs-
þrekinu, þegar pófastsstörfin bætast við hið
erfiða prestsembætti hans, sem flestum mundi
reynast ofraun til langframa, og það þótt auka-
störf þeirra ekki væru eins víðtæk og hans,
þar eð hann hefir verið formaður fyrir K.F.U.M.
síðan 1911 og nokkuð af þeim tíma, 2 ár, fram-
kvæmdastjóri félagsins i fjarveru síra Friðriks
Friðrikssonar, auk hinna mörgu starfa, sem
vanalega fylgja flestum prestsembættum, þó
ekki heyri þeim beint til. T.. d. er hann í stjórn
Prestafélags Islands og á sæti í helgisiðabókar-
nefndinni o. fl.
Árið 1902 útskrifaðist hann úr Latínuskól-
anum, sigldi sama ár til Kaupmannahafnar-
háskóla og tók þar kandidatspróf, eftir aðeins
5 ára nám, sem var og er óvenju stuttur náms-
tími í guðfræði við þann háskóla.
Frá 1907—10 var hann skólastjóri við barna-
skólann á Isafirði, og munu margir af nemend-
um hans enn minnast, með innilega þakklát-
um huga, kennarans góða og glaða, því einnig
það starf leysti hann, sem önnur störf sín, af
hendi með einstakri reglusemi og árvekni.
26. júní 1910 er hann svo vígður til þess að
vera 2. prestur við dómkirkjuna í Reykjavík
og það vissulega að vilja og ákvörðun Guðs,
því mikla blessun,, hughreystingu og styrk hef-
ir hann fært þreyttum, sorgmæddum og bág-
stöddum í sínum stóra söfnuði, og mikillar gleði