Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Blaðsíða 62
56
fram með persónu þeirri, er býður mönnunum,
og í raun og veru veitir þeim það tvennt, sem
mannshjörtun þarfnast mest af öllu: Frelsun
frá syncl og Guð sjálfan. Mennirnir þurfa spek-
ings við, en þeir hafa þó brýnni þörf 4 freisara.«
Loks segir hann um afstöðu sína persónu-
lega: »Kristur hefir verið mér svo dýrmætur, að
ég get ekki til þess hugsað að aðrir menn lifi
án hans. Ég tek þátt í kristniboðshreyfingunni
fyrir þá sök, að þrátt fyrir alla brestina þá
er hún bezta tækið til að veita frelsandi áhrif-
um út yfir gervallt líf þjóðanna. f frelsunar-
verkinu hefir hreyfing þessi fengið marga dóm-
endur, en engan keppinaut. Fyrir því fylgi ég
henni að málum.«
Um Stanley Jones er sagt, að hann hafi sér- :
stakt lag á að umgangast fólk. Hann lifir með
því af allri alúð í gleði þess og sorg. Hann er
talinn afburða rökfimur í umræðum, en sjálf-
ur telur hann það að þakka leiðsögn Heilags
Anda samkvæmt orðum Krists, er hann segir:
»Verið ekki áhyggjufullir um hverju þér eigið
að svara« o. s, frv.
Svo samgróinn er hann því, sem indverskt
er,i að síðast þegar hann var í Ameríku fannst
honum hann ekki vera heima nema í eitt skifti;
og var það vegna þess, að þá voru allmarg-
ir Indverjar á samkomu, sem hann hélt,
og lögðu þær spurningar fyrir hann, sern
Indverjum eru lagnar. Framan af þoldi hann
illa loftslagið á Indlandi, og var orðinn þrotinn
að kröftum. Varð hann þá fyrir undursamlegri
lækningu, sem verkaði bæði á líkama hans og
sál. Hefir hann síðan verið búinn meiri hreysti,
J