Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1932, Blaðsíða 77
71
ef þau annars eru stimpilskyld, sem út eru gefin í
hinu íslenzka konungsríki, þegar annaðhvort a. m. k.
einn aðili á þar heimili, eða skjalið hljóðar um verð-
nueti hér 1 ríkinu, réttindi yfir þeim, eða réttindi
eða skyldur fyrir einstaklinga, félög eða stofnanir,
£em eiga heimili hér á landi. Skjalið er talið gefið
út hér í rikinu, ef einhver aðilja undirritar það hér.
Stimpilskyld skjöl, er almenning varða: Afsalsbréf
fyrir fasteignum í ríkinu og skipum, sem hér eru skrá-
sett, yfir 5 smál. brúttö, og öll önnur skjöl um afhend-
ingu fasteigna og skipa, svo og erfðafestuskjöl, ef þau
Veita rétt til að selja eða veðsetja, stimplast með 1%
af verðhæðinni. Þegar fasteign er afsöluð hlutafélagi,
er stimpilgjaldið 2%. — Þegar kaupsamningur er
stimplaður, er afsalsbréf til sama kaupanda stimpil-
frjálst. — Skjöl um veiðiréttindi og skjöl, sem leggja
itök, skyldur og kvaðir á annara eign, stimplast með
1% af endurgjaldinu. — Félagssamningar stimplast með
%% af þvi fé, sem i félagið er lagt, ef persónuleg
ábyrgð er fyrir fénu, annars stimpilfrjálst, sbr. þó
26. gr. laganna. Ef félagssamningurinn hljóðar ekki
fjárframlög, er stimpilgjaldið kr. 10,00. — Skulda-
hréf, tryggingabréf og framsöl á þeim, innlend og út-
Wd, sem hingað eru flutt til eignar eða tryggingar,
stimplast með 3%0, ef skuldin ber vexti og er tryggð
*heð veði eða ábyrgð, annars með 1%0. — Brot úr þús-
úndi telst heilt þúsund, ef bréfið er yfir kr. 1000,00.
Skuldabréf, sem ekki er hærra en kr. 200,00, er stimp-
'hfrjálst, ef skuldin ber ekki vexti og engin trygg-
lr>g er sett. — Ef veð eða trygging er sett fyrir vænt-
ánlegri eða óákveðinni skuld, skal greiða stimpilgjald
af þeirri upphæð, sem frekast er ætlast til að tryggja.
Víxlar, sem gefnir eru út hér eða ef samþykki eða
Sreiðsla fer fram hér, svo og samþykktar ávísanir,
aðrar en tékkar, stimplast: