Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 31
Helgun.
Að endingu biðjum vér gður
þá, brœður, og áminnum í
Drottni Jesú, að e.ins og þér
hafið numið af oss, hvernig
yður ber að breyta og þóknast
Guði, svo sem þér og breytið,
— a ð þ ér t alci.ð enn þ á
m e iri fra m f'ö r u m.
T. Þess. 4, 1,
Við krossinn fannstu frið og hvílcl. Þú eignað-
ist samfélag Guðs og gladdist í honum. Þú lærðir
að treysta á Jesúm Krist, Guð þinn og frelsara.
Hann frelsaði þig af náð með blóði sínu.
En eftir það byrjaði baráttan fyrir helgaðri
breytni. JSú barátta nefnist helgun og er fólgin í
því, að vér tökum framförum, studdir krafti
Guðs.
Guð er heilagur og segir: »Verið heilagir, því
að ég er heilagur«. (I. Pét. I, io).
I skírninni vorum vér helguð Guði. Vér stað-
festum þetta sjálf í fermingunni- Eða var ekki svo?
Guð staðfesti það líka og gaf oss frið, fullvissu
og fögnuð. Þetta er helgun.
En helgunin lieldur áfram, sem dagleg barátta
og dagleg náð frá Guði!
Ef vér vanrækjum þetta verk, þá fer oss aftur.
»Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar