Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Qupperneq 59
55
svo mikill, að við sökkhlóðum hvað eftir annað,
lá mér þá stundum við gráti — af gleði. Þetta
var í fyrsta — og líklega siðasta — skipti á æf-
inni, að mér græddust peningar. Ég vissi vel, til
hvers þeir voru mér gefnir, og varð þetta mér
ný sönnun þess, að ég nú væri á Guðs vegum.
Slotsvik mun hafa gert sér von um, að ég yrði
annaðhvort skipstjóri eða stofnandi lýðháskóla á
Islandi, því Islandsvinur var hann mikill, eins og
títt er um Norðmenn. Þegar ég loksins, ári eftir
að við fyrst kynntumst, sagði honum hug minn
allan, var það með fullu samþykki hans, að ég
sendi kristniboðsskólanum í Osló inntökubeiðni.
Aðrir nýir nemendur voru ekki teknir í skólann
þá um haustið og enda ekki fyr en fimm árum
síðar, — íslenzkum manni gátu þeir ekki neitað
upptöku. Eg naut þess þá, eins og svo oft ella í
Noregi, að ég var Islendingur.
Skipstjórinn var maður sterkefnaður. Hann var
kvæntur ágætri konu en barnlaus. Þau hjónin voru
einlæglega trúuð og fórst við inig frá fyrstu, eins
og hefði ég verið sonur þeirra. A sumrin hélt ég
jafnan til á heimili þeirra, og var mér goldið fullt
kaup fyrir litla vinnu. Slotsvik var fjárhaldsmaður
minn öll árin, sem ég var í skóla. Aldrei hafa
peningar reynst mér drýgri en þá; honum mun
oftar en einu sinni hafa »gleymst« að taka það
út úr minni sparisjóðsbók, sem hann sendi mér.
Þegar ég fór með honum til Noregs, var ég klæð-