Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 32
28
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið«, (J. H.)
Ef vér leyfum syndinni dvöl í hjarta voru, þá
getum vér ekki litið upp til Guðs með djörfung
Guðs barna.
Vér getum þá ekki heldur borið vitni um sam-
félagið við Guð, getum ekki unnið Guði sálir-
Vér getum þá ekki lýst í heimiuum með góð-
um verkum, eins og Jesús ætlast þó til. (Matt. 5,
13—16).
Vér gerumst þá ókunnir Guði, missum af hinu
eilífa lífi, sem er í því fólgið, að þekkja hinn eina,
sanna Guð, og þann, sem liann sendi, Jesúm
Krist (Jóh. 17, 3).
Hvað getum vér nú sjálfir gert oss til helg-
unar?
Jesús segir: »Vakið« (Mark. 13, 37).
»Vakið og biðjið, til þess að þér fallið ekki í
freistni; andinn er að sönnu reiðubúinn, en hold-
ið er veikt« (Mark. 14, 38).
Sá sem sefur, aðhefst ekki. Því segir Jesús:
» Vakið og biðjið«.
Notum mikinn tíma til bæna og biðjum með
reglu. Ef vér förum snemma á fætur og byrjum
daginn með bæn, þá verða oss þau morgunverk-
in drjúg. Þau vinna allan daginn með oss. Bæn-
heyrslan streymir niður í mörgum myndum: sem
kraftur og vizka, sigur og gleði og nýjar og göfg-