Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 64
6o
yrði grundvallarregu, sem starfa mætti eftir og
allir gætu samþykt. Þá var saminn Parísargrund-
völlur, er svo hljóðar:
»K.F.U.M. leitast við að safna saman ung-
um mönnum, sem viðurkenna Jesúm Krist
Guð sinn og frelsara samkvæmt Heilagri Ritn-
ingu og vilja vera lærisveinar hans í trú og
líferni og starfa í sameiningu að útbreiðslu
ríkis hans meðal ungra manna«. (Sbr. lög K.
F.U M. í Reykjjavík frá 1934).
K.F.U.M. er ekki bundið kirkjujátningum. Það
vill reyna að sameina unga menn frá öllum deild-
um kirkjunnar til sameiginlegrar uppbyggingar,
starfs og dáða. K.F-U.M. er því einingarafl í kirkj-
unni. Kemur það gleggst í ljós, þar sem kirkjan
er margdeild. I þeim löndum, þar sem ein kirkja
er ríkjandi, getur félagið byggt á grundvelli henn-
ar, en veitir þó ungum mönnum úr öðrum deild-
um kirkjunnar og trúarfélögum aðgöngu, þó með
því skilyrði, að þeir geri engar tilraunir til þess
að útbreiða sérskoðanir sínar meðal félagsmanna,
Svo er um félagið hér á landi.
En þrátt fyrir þetta víðfeðmi, þá er höfuðatrið-
um kristinnar trúar haldið fast: 1) trú á Jesúm
Krist sem Guð vorn og frelsara, 2) samkvæmt
Heilagri Rit.ningu. Þetta er sameign allra kirkju-
deilda og frumeinkenni kristinnar trúar. An þess
gat félagið ekki heitið kristilegt, og um það gátu
allir fylkt sér. Orð Guðs og bæn í nafni frelsar-