Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 118
selt á 25 aura eintakið og selzt vel, þó enn sé
nokknð óselt. þá hefir stjómin ákveðið að
láta sérprenta ágæta barnasögu, „Pétur litli“,
s(ím fyrir nokkru er byrjuð að koma út í „Ljósber-
anum“ og dýraljóð með myndum sem einnig er sér-
prentun úr blaðinu. þetta sem nú hefir verið talið,
heyrir ekki til ársbókum félagsins, heldur verður
selt sérstaklega til ágóða fyrir félagið. Stjórnin væri
mjög þakklát félagsmönnum, ef þeir væru henni
hjálplegir við sölu á þessum bókum, þegar þær
koma út, auðvitað gegn venjulegum sölulaunum.
þeir, sem! finna hjá sér hvöt og löngun til að verða
við þeim tilmælum, þurfa ekki annað en snúa sér
til forseta og bókavarðar félagsins, Sigurjóns Jóns-
sonar, pórsgötu 4, Reykjavík, sími 3504.
Btnahagur 22. júni 1935.
E i gn i r:
1. Sjóður........................... kr. 632,55
2. Óseldar bæ.kur hjá bókaverði, mctn-
ar á 40% af söluverði............. — 4173,37
3. Óseldar bækur hjá skuldunautum,
netto............................. — 983,24
Kr. 5789,16
S k u 1 d i r:
1. Vixill í Landsbanka íslands .. .. kr. 500,00
2. Ýmsir skuldheimtumenn............ — 1056,71