Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 89
85
verndun unglinganna frá kynferðisöfgum. Er það
starf unnið bæði með fyrirlestrum, smáritum og
persóuulegum samtölum. Sumstaðar starfa »Hvíta-
kross«-deildir að þessu málefni.
Sérstakt starf er unnið meðal nokkurra stétta t.
d. stúdenta, menntaskólanemenda, verkamanna, her-
manna, þjóna o. s- Irv.
Kristileg fél'óg stúdenta eru nátengd K.F.U.M.
Sumsstaðar eru þau bundin K.F.U.M., annarsstaðar
ekki. Skyld þeim eru kristileg félög menntaskóla-
nemenda. K.F.U.M. í Danmörku hefir þesskonar
starfsemi. Einnig hefir það starfsemi meðal kenn-
araskólanemenda. Eins og gefur að skilja, er það
mikill ávinningur, ef takast mætti, að vinna þess-
ar stéttir fyrir Krist, en varðveita og styrkja þá í
þeim, sem trúna eiga. Upprennandi menntamenn
og leiðtogar þjóðanna eru þess f fyllsta máta verð-
ir, að reynt sé til að vinna þá. Þessi .starfsemi
fer fram bæði með fundahöldum á veturna og
sumarmótum.
Hcrmenn. Það er erfitt fyrir ungan mann að
halda vegi sínum hreinum, ekki sízt hermenn. Þess
vegna gerir K.F.U.M. sér mikið far um að ná til
þeirra. Þar sem heræfingar eru, byggir það her-
mannaskála. Þar er þeim veitt allskonar hjálp, and-
leg og tímanleg. Föt sín og farangur geta þeir
fengið geymt þar, látið bera þangað bréf sín og
símskeyti, skrifað til baka, setið þar og rabbað
saman, hvílt sig og lagt sig til svefns, ef þeir eru