Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 71
67
bæn, Guðsorði og prédikun. Þar veitist bæði upp-
bygging trúuðum og leiðbeining leitendum. Þar
eru menn kallaðir til afturhvarfs.
Söngur K-F.U.M. er bæði kirkjulegur og sér-
kennilegur. Félagið hefur venjulega sérstaka söng-
bók,og eru í henni bæði sálmar og andlegir söngv-
ar og létt fjörmikil æskuljóð, hið síðasttalda eink-
um í söngbókum drengjanna.
Margt er haft til skemmtunar og fróðleiks, t.
d. fyrirlestrar, upplestur, myndasýningar, einsöng-
ur, samsöngur og hljóðfærasláttur.
Þegar fundi er lokið, sitja menn einatt og rabba
saman, e. t- v. við kaffi eða te, ekki sízt, ef fé-
lagið hefur veitingasölu. Þetta hefur gildi fyrir
vináttuböndin innan félagsins, en ekki aðeins þau,
heldur og fyrir trúarlífið. Þá geta menn ræðst við
um gleði og vandamál trúarlífsins, huggað og
hughreyst hver annan, vitnað og unnið nýja menn
fyi'ir Krist- Þetta mætti gjarnan aukast.
Einatt eru flokkar innan deildarinnar. Þeir gefa
sig við hinum og öðrum áhugamálum, trúarlegum
og tímanlegum.
Elztir og skyldastir kjarna fálagsins eru biblíu-
lestraflokkar. Lestur Guðs orðs og bæn eru mátt-
arlindir félagsins. K.F.U.M. er ekki kirkjudeild og
skírir því ekki, þótt skírn geti farið fram á fundi
þess, en þó sem kirkjuleg athöfn, og altarisgöng-
ur iðkar það. En hin tvö náðarmeðölin, Guðs orð
og bænin, eiga þá auðvitað meira rúm í félags-