Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 83
79
landi, sem studdur er af K.F.U.M. og heimatrú-
boði. A þeim skóla geta unglingar lært það, sem
«þarft er til þjónustu« í kristilegu félagsstarfi og
safnaðarlífi. K.F.U-M. í Svíþjóð heldur námsskeið
fyrir unga menn, sem vilja ganga í þjónustu þess
sem framkvæmdastjórar. Það er tveggja ára náms-
skeið. Námsgreinar eru þessar: Nýja-Testamentis-
fræði, Gamla-Testamentisfræði, trúvarnarfræði, sið-
fræði, kirkjusaga, K F.U.M.-saga, trúboðssaga, trú-
arbragðasaga, heimspeki, sálfræði, starfsaðferðir K.
F.U.M., ræðugerð, ræðufiutningur, móðurmálið,
enska, bókfærsla, heilsufræði, líkamsuppeldi, leik-
fimi, söngur og hljóðfærasláttur. Auk þess fá þeir
æfingu í starfinu. Rétt er að nefna skólann í
Springfield í Ameríku, þar sem menn geta fengið
menntun til framkvæmdastjórastarfs. Urvalsfundir,
sem áður eru nefndir, veita og einatt talsverða
menntun. Stundum er hafður foringjaskóli eitt og
eitt kvöld um nokkurn tíma. Jafnvel hefur tilraun
verið gerð til þess að hafa skóla sem alltaf héldi
áfram, með einum, tveim eða þrem fundum flesta
má.iuði ársins. Ennfremur er það altítt, að for
ingjar komi saman í sumarbúðum til sameigin-
legrar uppbyggingar og menntunar í starfinu.
Stundum stofnar landssambandið til slíkra sam-
vista. — Fræðsla og uppbygging foringjanna er
mikils verður liður í starfi félagsins, og samfundir
foringja frá ýmsum landshlutum eða nálægum fé-
lögum eru auðgandi og hvetjandi.