Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 102
98
samþykktir sóknanna gegn frumvarpi þessu. En
skýrast komu þó andmælin fram á almennum
kirkjufundi í Reykjavík, dagana 23.—25. júní í
sumar. Komu þar saman prestar og leikmenn víðs-
vegar að af landinu. Telur Kirkjuritið 191, og þó
kunna að hafa verið fleiri. Umræður urðu miklar,
og komu fram ákveðnar raddir, og allir voru á
einu máli um það, að mótmæla frumvarpi milli-
þinganefndar í launamálum um skipun prestakalla.
Er þess mjög að vænta, að alþingi taki svo ein-
dregna afstöðu til greina.
Kirkjufundurinn. Merkasti atburður í kirkjumál-
um lands vors á þessu ári er kirkjufundurinn.
Hann var nú haldinn í Reykjavík í húsi K.F.U.M.
Hófst hann með guðsþjónustu í Dómkirkjunni
sunnudag 23. júní kl. 11 f. h. Þjónaði síra Garð-
ar Þorsteinsson fyrir altari, en síra Eiríkur Brynj-
ólfsson flutti prédikun út af orðum Páls postula í
Rómverjabréfinu 1, 16: »Eg fyrirverð mig ekki
fyrir fagnaðarerindið; því að það er kraftur Guðs
til hjálpræðis hverjum þeim er trúir*. Kl. 2 e. h.
hófst fundur uppi í K.F.U.M. Gísli Sveinsson,
sýslumaður, setti fundinn. Hann flutti líka fram-
söguerindi um »skipun prestakalla«, en síra Frið-
rik Rafnar annað í Dómkirkjunni um kveldið.
Umræður urðu miklar (sbr. það sem fyr er sagt).
Mánudaginn 24. júní var rætt um samtök og
samvinnu í kristindómsmálum. Voru málshefjendur
tvéir: síra Ásmundur Guðmundsson, prófessor, og