Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 95
9i
samstarf félaganna. Þau takast margt á hendur,
sem er ofvaxið einstökum félögum; standa t. d.
fyrir sameiginlegum mótum og útilegum. Þau styrkja
og skóla, hermannastarfsemi o. s. frv. Þannig verð-
ur starfið í hverju landi ein heild.
Alheimssamband K.F.U-M. er, eins og fyr segir,
stofnað árið I885 í París. Miðstöð þess er í Genf
í Sviss. Fulltrúaþing er haldið, þar sem fulltrúar
frá ýmsum löndum koma saman og ræðá starfið.
Hafa nú verið haldin tuttugu og valdir til ýmsir
staðir eftir því, sem bezt þótti henta (París, Genf.
London, Elberfeld o. fl.). Þar er rætt um starf-
semina og mörkuð stefna alheimssambandsins í
vandamálum tímans. A alheimsþinginu í Genf 1878
var miðstjórn K.F.U.M. stofnuð. Hún er tvískipt:
ráðgjafarnefnd (skipuð fulltrúum landanna) og fram-
kvæmdanefnd (skipuð embættismönnum alheims-
sambandsins, sjö mönnum úr nánd við Genf, sjö
völdum á alheimsþingi og sjö sem valdir eru ann-
að hvert ár).
Alheimssambandið rekur mikið starf og hefir
marga starfsmenn í þjónustu sinni. Fremstur þeirra
er aðalframkvæmdastjóri, en auk hans eru margir
aðrir, t. d. framkvæmdastjórar drengjastarfsins og
framkvæmdastjórar starfsins meðal ungra manna.
Þeir ferðast í þjónustu sambandsins til ýmissa
landa og efla starf og einingu félaganna. Einkum
er mikið gert fyrir lönd, sem illa eru á vegi stödd
með félagsstarfið.