Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 68
64
að markmiði félagsins, en kristindómnum, aðal-
tilgangi félagsins, skipað á óæðra bekk. Fyrst og
fremst eiga þær að vera gleði og gagn meðlim-
anna, skapa fjör og heilbrigði, en jafnframt að gera
félagslífið fjölbreytt og aðlaðandi fyrir allskonar
unga menn, svo að það hafi ávallt eitthvað við
hæfi hvers og eins. Ríki sannur K.F.U-M.-andi í
öllu þessu, þá vex og uppbyggist félagið og vinn-
ur það gagn, sem því er ætlað. En sé kristindóm-
urinn borinn fyrir borð, hefur félagið brugðizt
köllun sinni og flekkað skjöld sinn. Hér er því
mikið vandamál á ferðinni. Hér ríður allt á for-
ingjunum, og krafan um trúaða starfsmenn kemur
hér tii greina. Betra er einum starfslið færra, ef
trúaðan foringja vantar, en visin grein, jafnvel
villigrein á stofninum.
Hvorki tækin né starfið mega verða markmið,
heldur frelsun sálnanna (I. Pét. I, 9). Hreint
hjarta í hyggnum manni. Heilbrigð sál í hraust-
um líkama. Kristin þjóð í kæru landi. »Sæl er sú
þjóð sem á Drottin að Guði«. (Sálm. 33,12).
IV. Starfsemin.
Nú höfum vér rætt um dagsskrána; hún byrj-
aði smátt; nokkrir ungir menn komu saman um
orð Guðs og bæn, sóttu kirkju og reyndu að
vinna aðra til þess sama. Síðan smá-jókst hún, og
allir fjórir liðir hennar mynduðust. En jafnframt
óx þörfin fyrir starfsmenn. Fyrstir voru stjórnar-