Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 117
íyrirkomulagi, er svo dýr, að því er ómögulegt að
halda henni áfram. Til þess að það mætti verða,
þyrfti félagið að verða aðnjótandi ríflegs fjárstyrks
einhversstaðar að og kaupendur blaðsins að fjölga
mjög mikið frá þvi sem nú er, en það tekur all-
langan tíma að fjölga þeim, svo um muni — tvö
til þrjú ár að minnsta kosti. það eru því engar
líkur til að félagið gefi blaðið út lengur en þetta
ema ár, þar sem lialii á útgáfunni er svo milcill,
að vandséð er, hvernig félagið rís undir lionum. En
sorglegur vottur um andlegt ástand þjóðar vorrar
virðist það vera, að íslenzk kristni skuli ekki vera
þess umkomin, að lialda sómasamlegu lífi í e i n u
lc r i s t i 1 e g u b a r n a b 1 a ð i.
Stjóm
félagsins skipa nú, eftir síðasta aðalfund 26. júní
þ. á.: Sigurjón .Tónsson, bóksali, forseti. Tón Hclga-
son, ritstj., varaforseti. Ingvar Árnason, verkstjóri,
ritari. Sigurbjörn þorkelsson, kaupm., gjaldkeri.
Magnús Runólfsson, cand. theol. Hróbjartur Arna-
son, kaupm., Páll Sigurðsson, prentari.
Varamenn: Björn Árnason, Hafnarf. Tóel Ingvars-
son, Hafnarf. og Ólafur Ásgeirsson, Reykjavík.
Fyrirætlanir:
Aðalfundur gaf stjórninni heimild til að gefa út
kristileg smárit, ýmist til að dreifa út ókeypis eða
selja fyrir lítið verð, eftir ástæðum. Hefir stjórnin
þegar gcfið út eitt slíkt rit, ræðu eftir síra Friðrilc
Friðriksson, „Tesús sannur Guð“. Hefir það verið