Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 50
Á guðs vegum.
X-
I£g hefi oft verið að því spurður, »hvernig í
óskoþunum mcr gat komið pað til hugar að verða
kristniboði«•
Það er, eins og raun ber vitni, ekki neinn hvers-
dagslegur viðburður að Islendingur helgi sig þeim
starfa. Hefði ég löngu fyrirfram vitað, að slíkt ætti
fyrir mér að liggja, þá mundi engum hafa þótt
það ótrúlegra og óttalegra en sjálfum mér.
Eins og landar mínir flest allir var ég trúhneigð-
ur að upplagi, frá því ég fyrst man eftir mér.
Kristindómsfræðslan mun hafa átt sinn inikla þátt
í að glæða og þroska trúargáfuna.
I fimm sumur sat ég einn yfir fé á fjöllum uppi,
hugsaði mikið og las allt, sem ég komst yfir.
Ekki vissi ég þá, að tiltækilegt væri að biðja til
Guðs frá eigin brjósti; en að »lesa bænir« utan
að lærðar, var mér ónóg. A einverustundum, sem
voru margar, fór ég að tala við Guð, en datt ekki
hug, að slíkt gæti kallast að biðja. Mér varð það
nautn að leita nálægðar lifanda Guðs, í gleði og
sorg; hugfanginn af fegurð náttúrunnar lofaði ég
Guð liáum rómi, og gagntekinn af leiðindum sagði
ég honum raunir mínar allar, eins og tnaður tal-
aði við mann.
Bróðir minn einn bar pað upp á mig, að ég
talaði við sjálfan mig. l£g varð afar skömmustu-