Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 101
Kirkjulegt yfirlit.
Ríkið og kirkjaa. Hin evangelibka lútherska
kirkja er þjóðkirkja á Islandi. Er því ríkinu skylt
að styðja hana og vernda (sjá stjórnarskrána). Því
er og sérhver Islendingur meðlimur hennar, nema
hann sjálfur eða forráðamenn hans breyti því.
Kirkjan hefur það verk með höndum að ala upp
kristna þjóð pg útbreiða ríki Krists.
Það skýtur því nokkuð skökku við, ef ríkið fer
að lama starf kirkjunnar, svo sem horfur hafa bent
til undanfarið. Er þar átt við frumvarp það til laga
um skipun prestakalla, er milliþinganefnd í launa-
málum samdi. Eftir því á að fækka prestaköllum
um 48 (107-4-48=59). Undarlegt er að lesa 1. gr.
frumvarpsins. Sem dæmi má nefna: í Kjalarness-
þingi: Mosfell í Mosfellssveit'. Þingvalla-, Viðeyjar-,
Lágafells-, Brautarholts-, Saurbæjar- (á Kjalarnesi)
og Reynivalla-sóknir. I staðaþingi: Borg: Hvamms-,
Hjarðarholts-, Stafholts-, Borgar-, Álftaness-, Álftár-
tungu-, Akra- og Staðarhrauns-sóknir. 8 sóknir á
einn prest. Þó kemst Mosfell í Grímsnesi hærra:
Bræðratungu-, Skálholts-, Torfastaða-, Haukadals-,
Úthlíðar-, Miðdals-, Mosfells-, Klausturhóla- og Búr-
fells-sóknir. 9 alls. Er þetta að styðja og vernda
kirkjuna (sjá stjórnarskrána)?
Það er von, að fólk hrökkvi við. »Burt er nú
værðartíðin mest«. Utan af landi berast funda-