Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 84
8o
S'óngfélóg fyrir drengi og karlakórar eru vin-
sælar starfsgreinar, sem lífga og gleðja félagsmenn
með söng sínum. Ekki eru þau sízt velkomin við
hátíðahöld og markaðshöld félagsins. Þá má og
nota slík félög til þess að gleðja sjúklinga á
sjúkrahúsum o. s. frv. Söngfélag, skipað trúuðum
meðlimum getur unnið mikið og gott trúboðsstarf
með söng sínum; má þar nefna karlakórið »Sela«
í K.F.U.M. í Osló; einkunnarorð þess er í Kól.
3. 16.
Hljóðfœraflokkar af ýmsu tagi: hornaflokkar,
sekkpípuflokkar (í Skotlandi) o.fl. er auðvitað ágætt
og skemmtilegt viðfangsefni fyrir unga menn. Þeir
prýða bæði skemmtiferðir og hátíðlega fundi.
Líkamshliðin er ekki skilin út undan. Má þar
nefna margrt. Fyrst skal nefna leikfimisflokka,
íþróttaflokka og knattspyrnuflokka. Sumstaðar eru
landssambönd fyrir íþróttafélög K.F.U.M. Þau
stofna til kappmóta, auka og efla þessa grein
innan K.F.U.M., gefa út blöð, mennta e. t. v.
foringja o. s. frv. Eitt af því, sem nauðsynlegt er,
ef vel á að vera, og stuðlar að því, að starfið í
þessum greinum sé rekið í anda K.F.U.M., er að
félagið sjái svo til, að greinar þessar geti hafzt
sem mest við í húsi félagsins og undir handar-
jaðri þess; t. d. þyrfti leikfimissal í hvert K.F.U.
M.-hús, sem hefir þessar greinar; þó valda ekki
lítil félög þeim kostnaði, sem við það yrði, og
verða því að taka húsnæði á leigu fyrir þessar