Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 105
XOI
mælt með samþykkt. Mælt var með frumvarpi til
laga um afhending Dómkirkjunnar til safnaðarins
i Reykjavík og fjölgun sókna og presta í Reykja-
vík og öðrum kaupstöðum — o. fl.
Asmundur prófessor Guðmundsson, ritari Barna-
heimilisnefndar þjóðkirkjunnar bar fram skýrslu
frá nefndinni. Rætt var um líknarmál og tillögur
samþykktar, m. a. áskorun til Alþingis um árlega
styrkveiting »til byggingar og starfrækslu barna-
heimila og dagheimila. fyrir börn«; ennfremur tal-
in nauðsyn á tveim heimilum fyrir vangæf börn,
drengi og stúlkur, og drykkjumannahæli.
Erindi voru flutt bæði á prestastefnunni sjálfri
og opinber erindi, tvö í sambandi við hana. Síra
Halldór Kolbeins flutti erindi um messur og pré-
dikanir. Rætt var um það á eftir, einkum útvarps-
guðsþjónustur og kirkjulestra, sem leikmenn geta
haft sjálfir. þegar presturinn messar annarsstaðar..
Séra Gísli Skúlason flutti erindi um Strandakirkju
og sjóð hennar og æskilega ráðstöfun hans í fram-
tíðinni til eflingar kirkju og kristindómi. Danskur
maður, cand. theol. Regin Prenter, flutti erindi um
kirkjulegt ástand á Þýskalandi. Sr. Fr. Hallgríms-
son flutti hvatningarerindi til prestanna um tákn
tímanna. Ásmundur prófessor Guðmundsson flutti
erindi í Dómkirkjunni: »Kristur og þjóð!ífið«; því
var útvarpað. Síra Oskar J. Þorláksson, prófastur,
flutti erindi, líka í Dómkirkjunni, um persónu
Jesú Krists frá sjónarmiði nútímaguðfræðinnar,