Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 70
66
sveitastjóra, biblíulestraforingja og skátaforingja.
Verður hinna fyrstgreindu nánar getið síðar.
Hjálparmenn eru margir. því að margt þarf að
framkvæma, sem foringjar og framkvæmdastjórar
komast ekki yfir. Má hér nefna fatageymslunefnd,
sem skiftir með sér verkum í fatageymslu félags-
ins bæði við fundahcld og fleira, sem fram fer í
húsinu; ennfremur móttökunefnd, sem skiftir með
sér verkum á lesstofu félagsins o. s. frv.
Þar sem starf er mikið og stórt hús, er ráðs-
maður, kyndari og e. t. v, fleiri, t. d. húsmóðir
og þjónustustúlkur, ef félagið hefur heimili fyrir
unga menn.
Deildir. Þær má telja þrjár. Að vísu eru ekki
öll félög, sem hafa þær allar, og dæmi hafa menn
um fleiri, eins og slðar verður sýnt.
Aðaldeild (AD) er elzt. Hún er stofn og styrk-
ur félagsins. Meðlimir eru eldri en 17 ára; þó
ættu menn ekki að vera lengur meðlimir í eigin-
legum skilningi en til fimmtugs (eins og í Sví-
þjóð) og mætti jafnvel setja markið fyr (t. d. við
35 ára aldur), því að hér er um félag ungra
manna, að ræðu, og ungir menn eiga að vera
kjarni þess. Þó geta menn verið styrktarmeðlimir
og sótt fnndi eftir þann aldur.
Framkvæmdarstjórinn eða einn þeirra hefur
þessa deild. Auk hans eru flokksforingjar og e. t.
v. fleiri starfsmenn sérstakir,
Þessi deild hefur kristilega fundi með söng og